Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 52

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 52
50 ÚRVAL sem þeir halda að ekki verði hægt að gera fullkomlega. Eitt dæmi um aðgerð sem reyndist ófullnægjandi er tilgreint af dr. Thomas, félaga í Breska lækna- félaginu. Þar var um að ræða mann á fertugsaldri sem tók synjun um starf er hann sótti eftir mjög nærri sér en neitunin var af því að hann leit ekki nógu unglega út. — Hann ákvað að fá unglegra útlit og láta fjarlægja poka undir augunum. Af því að hann hélt að félagar læknafélagsins sinntu aðeins „veiku” fólki ræddi hann málið ekki við lækninn sinn. Hann fór eftir auglýsingu frá stofu í London þar sem læknir, „leikmaður”, gerði aðgerðina. Dr Thomas segir svo frá: „Maðurinn fékk enga ráðgjöf og hitti lækninn sem gera átti aðgerðina ekki fyrr en hún fór fram. ’ ’ Aðgerðin tókst illa og skildi eftir sig ljót ör undir augunum. Önnur aðgerð, gerð fjórum mánuðum síðar, til þess gerð að laga örin, hafði þjáningarfulla og alvarlega sýkingu í för með sér. Á endanum fór maðurinn til heimilislæknis síns sem gat ráðið niðurlögum sýkingarinnar með mótefnum. En vegna þess að örin kipruðust saman gat sjúklingurinn ekki lokað augunum almennilega — og átti erfitt með að depla þeim. Að lokum var mesta eyðileggingin bætt af lækni í NHS, sem græddi húð af öðrum líkams- hlutum á hann, en varanleg ör verða þar alltaf. Dr. Thomas segir: „Upp- haflega aðgerðin kostaði manninn 23.625 krónur en staðreyndin er sú að maðurinn þurfti ekki á uppskurði að halda. Vandi hans var sálræns eðlis en þar sem hann hlaut enga ráðgjöf fyrir aðgerð var þessi möguleiki ekki meðí spilinu.” Sem vörn gegn svona meðferð hefur breska heilbrigðisráðið gefið út yfirlýsingu þess efnis að læknar á einkastofum skuli ganga úr skugga um að sjúklingur hafi hlotið ráðgjöf og að hann sé hæfur til að undir- gangast aðgerð. Talsmaður þess gefur þessi ráð til allra þeirra sem hugsa um fegrunaraðgerð: „Farðu fyrst til heimilislæknisins. Hann getur sagt þér hvort fegrunar- aðgerð hentar. Ef hann heldur að þú þurfir á henni að halda — læknar eru hvattir til að meðhöndla slíkar óskir með meiri samúð en gert hefur verið hingað til — getur hann líka sagt þér hvort þú uppfyllir þær kröfur sem NHS gerir. Það skal viðurkennt að biðin hjá NHS er löng. Ef þú vilt fara á einkastofu getur læknirinn þinn vísað þér á stofu með hæfum lækni og látið hann hafa sjúkrasögu þína. Á þennan hátt er ekki hætta á að þú lendir á stofnun sem ekki hefúr gott orð á sér. ’ ’ Augljóslega er fegrunarskurð- lækning ekki eins einföld og áhættu- laus eins og hún virðist stundum vera. Val læknis, þó um smáaðgerð sé að ræða, skiptir miklu máli. Hagnaðurinn sem hægt er að ná með aðgerð sem heppnast vel — og flestar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.