Úrval - 01.01.1982, Síða 53
FEGR UNARAÐGERÐIR
þeirra gera það — getur gerbreytt
lífinu. Cilla Black lítur svo á að það
sem gert var fyrir nefið á henni hafi
verið vel þess virði. Hún segir:
51
„Starfið gekk miklu betur eftir en
áður og sjálfstraust mitt óx
gífurlega.” ★
Við vorum nýflutt til Norður-Kaliforníu og fjölskylduna langaði
mikið til að prófa skíðaíþróttina. Við fórum vítt og breitt um til að
bera saman verð og gæði. Dag nokkurn duttum við ofan á basar þar
sem sex pörum af sklnandi skíðum var raðað upp hlið við hlið og á
þeim stóð: „Búnaður til skíðaiðkana.” Kátína okkar rénaði þó
nokkuð þegar við tókum eftir tveim hækjum sem á stóð: „Búnaður
eftir skíðaiðkanir. ” __q L
BLÖMVÖNDUR DROTTNINGARINNAR
Árið 1939, þegar Georg konungur VI og Elísabet drottning ferðuð-
ust um Kanada, voru blómvendirnir, sem þeim voru gefnir af íbúum
í Toronto, sendir sjúklingum á sjúkrahúsum borgarinnar. Ég lá á St.
Michaels sjúkrahúsinu, nýbúin að ala son, og ég fékk hvíta, litla rós
úr einum vendinum.
Kvöld nokkurt mörgum árum seinna safnaði ég saman afmælis-
gjöfum sem ég ætlaði að færa þessum syni mínum og pantaði mér
leigubíl því hann bjó í útjaðri bæjarins. Ökumaðurinn, ungur að
árum, ók af stað á fleygiferð.
„Geturðu ekki farið hægar?” spurði ég. „Ég er með afmælisgjafir
handa syni mínum og sumar eru brothættar. ’ ’
„Ég á líka afmæli,” tautaði hann, „og enginn gefur mér afmælis-
gjafír.”
Ég komst að því að hann var einmana, niðurbrotinn og áhugalaus
á lífinu. Hann var jafngamall syni mínum. „Fæddistu í Toronto?”
spurði ég.
,Já, áSt. Michaels sjúkrahúsinu.”
„Þá höfum við móðir þín verið þar á sama tíma,” sagði ég spennt.
, ,Hún hefur þá sagt þér ...”
, ,Hún dó þegar ég var smábarn. ’ ’
„Það var leitt. Hefðirðu gaman af að heyra hvernig fæðingar-
dagurinn þinn var?” Þegar ég var komin að hvíta rósablómvendi
drottningarinnar vorum við komin að heimili sonar míns.
ökumaðurinn sneri sér að mér með framandi augnaráði og sagði:
„Þannig stendur þá á þurrkuðu krónublöðunum inni í biblíunni
hennar mömmu. Ég hef aldrei skilið það. ” — L. D.