Úrval - 01.01.1982, Síða 55
53
Martröðin var að verða að veruleika hjá björgunarkafaranum Don
Dibble. Hann lá og gat sig hvergi hreyft undir grjótskriðu langt
niðri í vatnsfylltri gjá. Hann fann að súrefniskúturinn var að
tæmast. Spurningin var ekki hvort hann myndi deyja heldur
hvernig.
I
DÖKKVA DJÚPSINS
— O. C. Garza —
SföföKSKSiC* 0 eins og í fyrri skiptin,
þegar Don Dibble hafði
kafað í Jacob’:, Well,
fann hann að hrollur fór
***** um hann í kölc u vatn-
*
*•
.*
*
N
*
*
*
*
inu. Hann hagræddi andlitsgrímunni
g !eit í flýti yfir öryggisbúnaðinn
sem iauðsynlegur var þegar kafa átti
niður á mikið dýpi: öryggisljós,
öryggislína, beittur hnífur. Félagi
hans, Calvin Turner, var ekki aðeins
búinn venjulegum öryggisbúnaði
heldur var hann líka með auka súr-
efniskút með sér. Þeir félagar stungu
sér og syntu niður eftir lóðréttum
göngum, niður á 16,5 m dýpi. Þegar
þangað var komið tóku göngin að
þrengjast og lágu inn í dimman helli.
Fljótlega varð svo þröngt um þá að
þeir urðu næstum að skríða og gátu
tæpast synt lengur. Straumurinn
jókst og kastaði köfurunum af og til á
ósléttan klettavegginn. Smásteinar,
sem straumurinn bar með sér, komu
allt í einu út úr myrkrinu, lentu á
andlitsgrímunum þeirra og byrgðu
þeim sýn eins og smástirnadrífa.
Don nam staðar til þess að athuga
dýptarmælinn sinn á 25,5 metra
dýpi. Hann var nú staddur í þröngum
helli, líkustum hvelfíngu. Ljósið hans
— Stytt úr Oceans —