Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
skein í gegnum steinaregnið og féll á
grjóthrúgur sem fylltu hverja
sprungu. í slíkum straumi mátti
búast við að hættulegt grjót gæti
hvenær sem var færst úr stað eða
hrunið í tonnatali. Aldrei áður hafði
Don séð ástandið í Jacob’s Well jafn-
slæmt og nú. Þegar komið var niður á
27 metra rétt fyrir framan kistulaga
opið sem lá inn í fjórðu hvelfinguna
í hellinum nam hann staðar.
LÖGREGLAN í SAN Marcos vakti
Don klukkan eitt um nóttina til þess
að segja honum að tveir kafarar í
viðbót hefðu nú farist í hellunum í
suðvestanverðu Texas sem voru svo
vinsælir meðal kafara. Dibble, sem
hafði verið kafari í sjóhernum og
kenndi nú köfun, tók strax að hringja
í sjálfboðaliðasveit sína.
Klukkan þrjú um nóttina söfn-
uðust menn svo saman við Jacob’s
Well, rúmlega 30 km frá San Marcos.
Þeir tveir sem eftir voru af þeim
fjórum köfurum, sem þarna höfðu
verið að kafa, sögðu nú frá því hvern-
ig fjórmenningarnir hefðu fyrst
kannað hellinn. Leiðir skildu og tveir
höfðu látið sér nægja að kafa í grynnri
hluta hellisins en hinir höfðu hætt sér
niður á meira dýpi, niður fyrir þrönga
opið á 27 metra dýpi.
Frásagnir kafara, sem séð hafa
niður fyrir þessi þrengsli, eru heldur
óáreiðanlegar. Sumir halda því fram
að göngin liggi niður í víðáttumikla
hella. Aðrir segja að göngin lokist
skömmu eftir að komið er fram hjá
þrengslunum. Hvað sem leyndist
þarna handan við þrengslin hafði það
kostað fjögur mannslíf. Þeir tveir,
sem þarna voru á ferð, vissu um þessi
dauðsföll en eitthvað hafði knúið þá
áfram til þess kannski að reyna að
breyta staðreyndunum og sýna að
takast mætti að snúa lifandi þaðan
út.
Mennirnir tveir, sem haldið höfðu
sig á grynnra vatni, horfðu furðu
lostnir á félaga sína ryðja sér braut í
gegnum tálmanirnar. Þeir héldu sig
nærri og börðu í súrefniskútana sína.
Ekkert svar barst þeim til eyrna úr
hvelfingunni handan við opið. Þeir
áttu ekki mikið súrefni eftir sjálfir svo
þeir skildu ljósið sitt eftir við opið og
héldu upp á yfirborðið.
Klukkan 3:30 sendi Dibble tvo
kafara niður í hellinn til þess að
kanna aðstæður. Hann stóð á kletta-
barminum við opið. Við hlið hans
lágu tveir stórir líkpokar, vandlega
brotnir saman og pakkað inn í
sótthreinsaðar umbúðir. Þegar
könnunarkafararnir komu upp aftur
skýrðu þeir frá því hve straumurinn
var mikill og öllum þeim ósköpum af
grjóti sem lágu fyrir framan þrengsl-
in. Don ákvað að kanna sjálfur
aðstæður síðar um morguninn þegar
meiri hjálp hefði borist.
NÚ VAR DON kominn niður og
var staddur fyrir framan fjórða hell-
inn þar sem hann leit á þrýstings-
mælinn sinn. Hann átti eftir yfir 1000
pund af lofti en hann vissi að á 27