Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 57

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 57
ÍDÖKKVA DJÚPSINS metra dýpi, þar sem þrýstingurinn er f)órum sinnum meiri heldur en á yfír- borðinu, myndi þetta loft ekki endast lengi. Hann gaf Calvin merki um að vera kyrr og hélt einn í átt að tálmun- unum við þrengslin. Don reyndi að víkja sér undan steinastreyminu, þarna sem hann sniglaðist áfram. Hann sá að stór grjóthrúga hafði steypst niður í opið svo það var nú orðið enn þrengra en áður. Ljós hans lýsti upp hvern grjótvegginn af öðrum en sumir þeirra bifuðust undan straumþunganum. Don ýtti sér þétt að hellisgólfinu og þrýsti sér niður í sprungurnar. Þegar höfúð hans og herðar voru komnar í gegnum opið beindi hann ljósinu í allar áttir. Hann sá ekkert nema enn fleiri grjóthrúgur. Hann greip í stein, sem skagaði út, og gat dregið sig nokkra sentimetra innar í hellinn og reyndi að lýsa eins langt og hann gat inn eftir með ljósinu. Á sama andartaki og Don varð ljóst að það væri of hættulegt að reyna að komast innar fann hann að grjót- skriða tók hann og bar hann enn lengra inn í hellinn þar sem hann festist undir grjótlagi. Hann varð hálftrylltur af skelfingu og vissi ekki hvað hann átti að gera. En svo færðist yfirhann ró. Hann hugleiddi hvernig komið væri fyrir honum. Ljósið hafði skolast í burtu frá honum. Hann hélt unv öryggislínuna með hægri hendinni en handleggurinn var skorðaður svo hann gat ekki geflð Calvin merki. 55 Súrefnisgríman var á sínum stað svo hann hafði að minnsta kosti loft til þess að anda að sér — svo lengi sem það entist. Hann gat hreyft hægri handlegginn lítillega og nú fór hann að færa hann fram og aftur. Don velti því fyrir sér hvort Calvin vissi hve hætt hann væri kominn. CALVIN TURNER FYLGDIST með ferðum Dons þar til allt í einu varð niðdimmt. í fyrstu hélt hann að ljós hans hefði bilað. Hann bar það upp að grímunni, sá fíngerðar agnir í vatninu og gerði sér ljóst að hvað svo sem komið hefði fyrir hefði það gjör- samlega stöðvað strauminn og fyllt hellinn af forarleðju. Calvin fann öryggislínuna í myrkr- inu. Hann þreifaði eftir opinu án þess að sjá nokkuð en fann ekkert nema steina. Hann ákvað að bíða. Kannski settist leðjan eða straumsins yrði vart á ný og hann fleytti burtu þessari dökku, ógegnsæju drullu. DON ÁTTI STÖÐUGT erfiðara með að anda að sér súrefninu og það var merki þess að lítið var orðið eftir af því. Hann hafði ekki minnstu hug- mynd um hversu lengi hann hafði verið lokaður inni í þessari svörtu vatnsveröld en hann hafði reynt að spara loftið með því að halda niðri í sér andanum eins lengi og hann gat milli þess sem hann dró að sér loftið úr súrefniskútnum. Undir niðri vonaðist hann enn til þess að hann ætti eftir að bjargast á þann hátt sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.