Úrval - 01.01.1982, Side 58

Úrval - 01.01.1982, Side 58
56 ÚRVAL einungis var hægt að lesa um í sögu- bókum. Skynsemin sagði honum þó að hann hlyti að deyja hér, sem sjöunda fórnarlamb Jacob’s Well. Hann þurfti ekki að skammast sín fyrir hvernig komið var fyrir honum. Þegar öllu var á botninn hvolft vissi hann að hann hafði farið eftir öllum þeim reglum sem giltu um köfun. í hans tilfelli yrði það hellirinn sjálfur sem væri morðinginn fremur en hægt yrði að segja að illa undirbúinn kafari hefði farið sjálfum sér að voða í hellinum. Þar sem Don hafði verið einn fremsti kennari í köfun í landinu um árabil vissi hann fullkomlega hvernig átti að treina sér lífíð niðri í vatninu. En eins og nú var komið fyrir honum vissi hann ekki hvernig hann átti að fara að því að deyja í friði og ró, graf- inn undir grjóthrúgu. Hann rifjaði upp fyrir sér hryllingssögur um hella- dauða — kafarar höfðu reynt að klóra sig upp á yfírborðið í gegnum kletta þar til fíngur þeirra voru ekki annað en blóðugir stubbar eða þá þegar félagar háðu hnífabardaga út af síðasta súrefninu sem eftir var og gat haldið í þeim lífinu. Don minntist líka frásagna af köfurum sem höfðu komist lífs af eftir að hafa verið búnir að sætta sig við að deyja er þeir höfðu villst af leið og snúið sér að leit að eilífum felustað þar sem enginn ætti eftir að rekast á þá og sjá frosinn skelfíngarsvipinn á andvana ásjónum þeirra. Hvað sem öðru leið vildi Don ekki láta ástvini sína halda að hann hefði misst stjórn á sér. Ef hann héldi áfram að reyna að anda að sér úr tómum súrefnistanknum myndi hann tryll- ast. Ef hann á hinn bóginn gleypti vatn myndi það fljótlega valda dofa vegna súrefnisskorts. Allt of fljótt heyrði hann dumba skellinn sem þýddi að tankurinn var tómur. Hann andaði frá sér furðan- lega rólegur. Þegar súrefnispípan féll út úr munni hans fór hann að súpa uppsprettuvatnið. Honum fór fljótt að líða undarlega vel. Áður en hann leyfði sér að falla í þennan hamingjufaðm var hann gripinn ósjálfráðri lífslöngun. Með örvæntingarfullum kröftum kipptist líkami hans til eins og í krampa þar til — líkast því að kraftaverk hefði gerst — hann fann hvernig hann rann aftur á bak! Enn leyndist með honum nægilega mikið lxf til þess að hann gæti ýtt sér aftur út í gegnum þröngt opið og snúið sér við — aðeins þó til þess að rekast þar á klettavegg. CALVIN TURNER HEYRÐI hvernig kútur slóst utan í klett. Hann beindi ljósinu út í myrkrið og sá grímulaust andlit Dons fljóta örskammt frá. Hann greip munn- stykkið frá varakútnum, sem hann var enn með, og stakk því milli vara félaga síns. Don sá ljósi bregða fyrir og fann hvernig stykkinu var troðið upp í hann. Ösjálfrátt andaði hann að sér

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.