Úrval - 01.01.1982, Side 59

Úrval - 01.01.1982, Side 59
ÍDÖKKVA DJÚPSINS súrefninu, stjórnlaust og allt of hratt og djúpt. Skamma hríð dvöldust kafararnir enn í hvelfingunni meðan þeir voru að jafna sig. Síðan héldu þeir af stað upp. Þegar komið var á 7,5 metra dýpi var Calvin búinn með allt sitt loft og neyddist til að skjótast upp á yfirborðið. Calvin Turner var slopp- inn frá hörmungunum. Vandræði Don Dibble voru rétt í þann veginn að byrja. Þegar hann var kominn á 6 metra dýpi fann hann til geysilegs sársauka. I flýtinum hafði hann dregið allt of hratt að sér loftið úr öryggiskút Calvins og með því fengið loftbólur niður í magann. Þegar hann kom ofar í vatnið og þrýstingurinn minnkaði jókst gasið í maganum. Don fór aftur niður á 12 metra til þess að losna við loftið en það fór ekki. Hann hafði aðeins um eitt að velja, að fara upp. Ef hann eyddi lengri tíma niðri í vatninu hefði það aðeins kafaraveiki í för með sér og yki þar með enn á vandræði hans. Fólkið uppi á bakkanum varð þrumu lostið þegar það sá Don. Hann leit helst út fyrir að hafa gleypt heilan sundbolta. Hann spýtti munn- stykkinu út úr sér og veinaði af kvölum. Kvalirnar voru svo yfirgengi- legar að hann kom ekki upp nokkru orði. Kafararnir, sem þarna voru, mis- skildu hvað um var að vera og héldu að loft hefði komist í blóðið. Don var klæddur úr kafarabúningnum og 57 látinn fá súrefni. Sjúkrabíllinn, sem beðið hafði eftir fórnarlömbunum tveimur, ók nú í loftköstum með hann þangað sem næsti þrýstijafnara- klefi var, en þangað var um 60 kílómetra leið. Læknarnir vissu ekki hvað að honum var. Þeir ákváðu að setja hann inn í klefa og láta hann „falla” niður á 49,5 metra dýpi til þess að losa loft- bólurnar úr æðum hans. Þessi gervi- þrýstingur dró á engan hátt úr kvölum Dons. Hann gat þó loks farið að tala við lækninn, sem var inni hjá honum í klefanum, og við læknana fyrir utan í gegnum talkerfið. Hann lagði áherslu á að hann þyrfti að gangast undir uppskurð til þess að losa loftið úr maganum. En þótt læknunum þætti til um hve kunn- áttusamlega Don talaði um þetta og hve mikið hann vissi um lífeðlisfræði- lega þætti köfunarinnar drógu þeir þó í efa að nokkuð þessu líkt gæti átt sérstað. Eftir skamma athugun varð ljóst að þrýstiklefinn leysti engan vanda svo Don var fluttur á sjúkrahús til frekari athugunar. Þar var ákveðið að skera hann upp. Aðgerðin var gerð með einu, snöggu hnífsbragði. Um leið og læknirinn skar á uppblásið líffærið varð gos. Samþjappað loft og vessar spýttust út úr maga Dons eins og handsprengja hefði sprungið og fúlt innihaldið spýttist ótrúlega langar leiðir. Magaveggurinn hafði sprungið og því fylgdi sýking sem síðan leiddi

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.