Úrval - 01.01.1982, Side 65

Úrval - 01.01.1982, Side 65
63 BRENNIFÖRN Á hverjum degi frá því hún vann klaustur- eiðinn hafði hún gengið í svörtu með talna- band sitt og hvítan höfuðdúk til og frá kirkju alltaf á sömu stund, og konurnar við Hóla- vallagötu settu eldhúsklukkur sínar eftir henni hugsandi með vorkunnsemi: veslings unga fallega systir, hví snart ástin þig aldrei svo að þú brynnir? Þar til einn dag fyrir skömmu, að hún skundaði þvert úr leið og nam staðar í miðju Landakotstúni. Þetta var í ljósaskiptunum og sást, að hún bar fyrir sér iýðveldisfánann. Fyrr en varði var hún búin að kveikja í klæðum sínum. Turn- klukkan sló eitt högg, stóð svo kyrr eins og stúlkan sem stóð í björtu báli og laust þanin sjáöldur eiginkvennanna í næstu húsum logandi spurn: hví snart ástin þig aldrei svo að þú brynnir? Landið sviðnaði á litlum bletti, en ekki til skaða, því undir var hol- klaki. Brunaverðir borgarinnar óþjálfaðir að slökkva í nunnunum vísuðu til liðsins á Vellinum, en það var að tefla. Jafnvel öfgafull þorra- veðráttan átti engan regndropa aflögu. Hún var að safna í flóðið mikla sem hófst í Elliða- ánum daginn eftir og öllum er enn í fersku minni úr sjónvarpinu, þar sem við horfðum á ofurhuga hætta lífi sínu við að bjarga hesti.

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.