Úrval - 01.01.1982, Síða 67
VÖR UMERKJASVINDL
65
vörur er eins víðtækur og breiddin í
vörutegundunum. Dýrustu hlutirnir
fara til Vestur-Evrópu, Bandaríkj-
anna, Rómönsku Ameríku, Japans og
olíuauðugu þjóðanna í Mið-Austur-
löndum. Vörur sem minna er lagt í
fara til Afríku og fátækari hluta Asíu.
Hvað framleiðendur varðar eru
Taiwan og Ítalía aðalútflytjendurnir,
þar sem talið er að Taiwan framleiði
um það bil 60% af öllum fölsuðum
vörum, en fast á hæla þess koma svo
Hong Kong, Suður-Kórea og
Indland.
Öldum saman takmörkuðu falsarar
sig að mestu leyti við að stæla mynt
og bankaseðla annarra þjóða. Nú
hefur falsaramarkaðurinn stórlega
fært út kvíarnar og má segja að hver
einasta vörutegund, með vel þekkt
vörumerki, eigi á hættu að vera
fölsuð. Fyrsta vörutegundin sem varð
illa fyrir barðinu á þessu voru
armbandsúr. Falsanir á svissneskum
og frönskum gerðum komu frá fram-
leiðendum á Ítalíu og í Hong Kong og
á árunum 1950 til 1970 fóru þær eins
og eldur í sinu um lönd og álfur.
í kringum 1970 urðu franskir fram-
leiðendur tískufatnaðar og lúxus-
varnings í vaxandi mæli varir við
falskar eftirlíkingar á boðstólum allt
frá Mexíkó til Tokýó. Ferðatöskufyrir-
tækið franska, Louis Vuitton, 100 ára
gamalt, var eitt fórnarlambanna.
Árið 1979 fúndu tollverðir við
venjulegt tolleftirlit við svissnesk-
frönsku landamærin 363 fölsuð
eintök af Vuitton framleiðslu með
stöfum Vuitton greyptum í efnið að
hætti framleiðandans. Þetta fannst í
farangri tveggja húsvagnsferðalanga.
Sviknu vörurnar voru teknar og ferða-
langarnir handteknir og síðar varpað í
fangelsi.
Nánari leit leiddi í ljós fleiri eftir-
líkingar af handtöskum og ferða-
töskum en einni spurningu var
ósvarað: Hvar fengu falsararnir efni
merkt vörumerki Vuitton? I mars
1979 fann lögreglan 37.600 metra af
vel stældu Vuitton efni í vefnaðar-
verksmiðju í nágrenni við Lecco á
Ítalíu. Verksmiðja þessi hafði á skrá
hjá sér 220 viðskiptavini í Evrópu,
Asíu og öðrum stöðum sem undir-
strikar hversu víðtækt svindlið var
orðið.
Breskur vefnaðarvöruiðnaður hefur
einnig freistað svindlaranna. Þingmenn
í heimsókn í vefnaðarvömverksmiðju á
Taiwan stönsuðu á leið sinni um verk-
smiðjuna er þeir rákust á, á sýningarein-
tökum, merki svo sem: „Made in
Huddersfield”, „Made in Britain”
og „100% breskt ullargarn”. Eins og
verslunarráðherrann, John Nott,
skýrði fyrir þingmönnum telst sala
þessara efna í Bretlandi refsivert
athæfi en ríkisstjórn Bretlands gat
ekki komið í veg fyrir að þessi fram-
leiðsla færi á aðra markaði.
Svindlarar færa alltaf út kvíarnar og
alltaf verður framleiðsla þeirra
ómerkilegri en vömtegundir þær sem
þeir líkja eftir en gefur dágott í aðra
hönd. I Afríku er fimm milljónum
eftirlíkinga af Milford hurða-