Úrval - 01.01.1982, Page 69
VÖR UMERKJASVINDL
67
Cibié gat ckki gert greinarmun á
eigin framleiðslu og þeirri ódýru,
fösluðu nema á einni suðu. Þegar um
þannig hluti er að ræða er lága verðið
það eina sem getur vísað manni veg-
inn.
Almennur neytandi getur litið svo
á að þetta sé skaðlaust en í rauninni
hefur þetta ákaflega alvarlegar hliðar.
Það er álitið að falsaðir varahlutir í
Bell þyrlur hafi valdið tveimur flug-
slysum. Systurfyrirtæki Bell vann
síðar rúml. 307 milljóna íslenskra
króna skaðabætur þegar réttað var í
máli þriggja fyrirtækja sem
framleiddu óekta og óflughæfa Bell
varahluti.
Fyrirtæki sem lent hefur í að vörur
þess eru falsaðar er í mikilli hættu.
Öspjallað nafn vöru er gæfa hvers
fyrirtækis. Vörumerki eru trygging
góðrar vöru og fyrirtæki í háum
gæðaflokki eyða geysilegum fjár-
hæðum í að koma sér upp nafni í
fjölmörgum löndum. Rolls-Royce er
meðal þeirra fyrirtækja sem hefur
komist að því að nafn þess og stæling
merkisins hefur verið skráð í lög-
birtingablaði Taiwan, af bakstræta-
svindlara sem ætlaði að koma
vörunum á markað.
Hátt verð
Áþreifanlegri eru þó þær fjárhæðir
sem tapast. Breskir framleiðendur
vélavarahluta álíta að þeir tapi 1500
milljóna virði árlega af útflutningi þó
að heimamarkaðurinn hafl ekki
skaðast verulega. Frönsk fyrirtæki
telja tap sitt nema 1.700 milljónum
króna árlega og þetta valdi 20.000
manns atvinnuleysi. Svissneski úra-
iðnaðurinn heldur því fram að 10
milljónir falskra eftirlíkinga séu í
umferð árlega og andvirðið sé 2.795
milljónir króna. Þessi svindlbisness
hefur náð mikilli útbreiðslu. Úra-
framleiðendur hafa nú loks tekið
höndum saman gegn fölsurunum og
hafa skipulagt alþjóðlegt eftirlit. I
apríl 1980 kom Alain Thierr, franskur
iðnjöfur, 1 kring móti fulltrúa 200
lúxusvörufyrirtækja frá 20 löndum til
að ræða sameiginlegar aðgerðir.
Leynilögreglufyrirtækið Carratu
International var ráðið þeim til
hjálpar. Það leið ekki á löngu þar til
safnast höfðu 500.000 nöfn fölsunar-
fyrirtækja og einstaklinga viðriðinna
þau viðskipti um allan heim og viku-
lega bætast 1.000 nöfn á listann.
Meðan Vincent Carratu var við
störf í Mílanó datt hann ofan á
nokkuð sem virtist geta verið höfuð-
stöðvar falsiðnaðar. Síðar sendi hann
leynilögreglumann þangað til að
kanna þetta nánar. Dulbúinn sem
kaupandi hafði leynilögreglu-
maðurinn samband við aðalstöðvar
Ferrari-Chih á Via Bramante.
Honum til undrunar var öll efri hæð
byggingarinnar þéttskipuð vörum
sem voru eftirlíkingar af framleiðslu
þekktra franskra og ítalskra fyrir-
tækja.
Tveim vikum síðar gerði ítalska
fjármálalögreglan skyndikönnun á
Ferrari-Chih eigninni, tók traustataki