Úrval - 01.01.1982, Síða 69

Úrval - 01.01.1982, Síða 69
VÖR UMERKJASVINDL 67 Cibié gat ckki gert greinarmun á eigin framleiðslu og þeirri ódýru, fösluðu nema á einni suðu. Þegar um þannig hluti er að ræða er lága verðið það eina sem getur vísað manni veg- inn. Almennur neytandi getur litið svo á að þetta sé skaðlaust en í rauninni hefur þetta ákaflega alvarlegar hliðar. Það er álitið að falsaðir varahlutir í Bell þyrlur hafi valdið tveimur flug- slysum. Systurfyrirtæki Bell vann síðar rúml. 307 milljóna íslenskra króna skaðabætur þegar réttað var í máli þriggja fyrirtækja sem framleiddu óekta og óflughæfa Bell varahluti. Fyrirtæki sem lent hefur í að vörur þess eru falsaðar er í mikilli hættu. Öspjallað nafn vöru er gæfa hvers fyrirtækis. Vörumerki eru trygging góðrar vöru og fyrirtæki í háum gæðaflokki eyða geysilegum fjár- hæðum í að koma sér upp nafni í fjölmörgum löndum. Rolls-Royce er meðal þeirra fyrirtækja sem hefur komist að því að nafn þess og stæling merkisins hefur verið skráð í lög- birtingablaði Taiwan, af bakstræta- svindlara sem ætlaði að koma vörunum á markað. Hátt verð Áþreifanlegri eru þó þær fjárhæðir sem tapast. Breskir framleiðendur vélavarahluta álíta að þeir tapi 1500 milljóna virði árlega af útflutningi þó að heimamarkaðurinn hafl ekki skaðast verulega. Frönsk fyrirtæki telja tap sitt nema 1.700 milljónum króna árlega og þetta valdi 20.000 manns atvinnuleysi. Svissneski úra- iðnaðurinn heldur því fram að 10 milljónir falskra eftirlíkinga séu í umferð árlega og andvirðið sé 2.795 milljónir króna. Þessi svindlbisness hefur náð mikilli útbreiðslu. Úra- framleiðendur hafa nú loks tekið höndum saman gegn fölsurunum og hafa skipulagt alþjóðlegt eftirlit. I apríl 1980 kom Alain Thierr, franskur iðnjöfur, 1 kring móti fulltrúa 200 lúxusvörufyrirtækja frá 20 löndum til að ræða sameiginlegar aðgerðir. Leynilögreglufyrirtækið Carratu International var ráðið þeim til hjálpar. Það leið ekki á löngu þar til safnast höfðu 500.000 nöfn fölsunar- fyrirtækja og einstaklinga viðriðinna þau viðskipti um allan heim og viku- lega bætast 1.000 nöfn á listann. Meðan Vincent Carratu var við störf í Mílanó datt hann ofan á nokkuð sem virtist geta verið höfuð- stöðvar falsiðnaðar. Síðar sendi hann leynilögreglumann þangað til að kanna þetta nánar. Dulbúinn sem kaupandi hafði leynilögreglu- maðurinn samband við aðalstöðvar Ferrari-Chih á Via Bramante. Honum til undrunar var öll efri hæð byggingarinnar þéttskipuð vörum sem voru eftirlíkingar af framleiðslu þekktra franskra og ítalskra fyrir- tækja. Tveim vikum síðar gerði ítalska fjármálalögreglan skyndikönnun á Ferrari-Chih eigninni, tók traustataki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.