Úrval - 01.01.1982, Side 70

Úrval - 01.01.1982, Side 70
68 ÚRVAL falsaða dótið og handtók hinn 33 ára gamla Gianfranco Chih. Fengurinn var full hleðsla á sex stóra flutningabíla. I desember 1980 var Chih dæmdur í 19 mánaða fangelsisvist, auk þess sem hann þurfti að greiða máls- kostnað og háar bætur til þeirra fyrir- tækja sem verið höfðu fórnarlömb falsananna. Hann áfrýjaði dóminum. Bresk iðnfyrirtæki em nú farin að leggja í púkk með upplýsingar um falsfyrirtæki. Félag gegn fölsumm, sem stofnað var 1980, hefur innan sinna vébanda fulltrúa frá Dunlop, Lucas Industries, Parker Pen, Wellcome Foundation og Ronson Products. Hljómplötu- og kassettu- fyrirtæki reyna að verja sig með því að hafa í sinni þjónustu njósnarahóp og sérfræðinga á sviði dómsmála sem hendast um landið í leit að fölsuðum vömm á þeirra sviði. Sigur Einn stærsti sigurinn fékkst 1 ágúst 1980. Samkvæmt utanaðkomandi bendingu fóru níu flokkar, vopnaðir sérstökum réttarúrskurði, og skyndi- könnuðu byggingu í London þar sem þeir komu höndum yfir heilan skóg af hljóðritunartækjum og fölsuðum, áspiluðum kassettum. Hæstiréttur fyrirskipaði rannsókn á þeirri eyðileggingu sem 19 einstaklingar og fyrirtæki höfðu valdið og lagði lögbann við frekari fölsun. Lögfræðingurinn William Walker hefur verið iðinn við að koma upp um svindlarana, frá árinu 1978, er hann var ráðinn af Levi Strauss félaginu í San Fransisco, stærsta galla- buxnaframleiðanda heims. Þá hafði fyrirtækið rétt lokið við að koma upp um það sem það kallaði „þróuðustu svindlmiðstöð” sem það hafði nokkru sinni komist í tæri við. Fölsuðu Levisbuxurnar voru saumaðar á Taiwan fyrir fyrirtæki í London og dreift um Evrópu. Málaferli höfðuð af Levi Strauss í mörgum löndum leiddu til upptöku 150.000 falsaðra gallabuxna á Taiwan, 1 Sviss, Hollandi og Belgíu, hárra fébóta og fangelsunar forsvarsmanna fyrir- tækisins á Taiwan. Áður en Walker gekk í lið Levi Strauss var hann viðskiptafulltúi um tveggja ára skeið fyrir hönd Banda- ríkjanna á „Tokyo Round” sem sér um fjölþjóða verslunarsamninga. Vorið 1978 var hann aftur hjá „Tokyo Round” og nú sem einka- lögfræðingur Levi Strauss og annarra amerískra og evrópskra fyrirtækja sem óttuðust falsanir. Hann setti fram nákvæmar reglur til að koma í veg fyrir falsanir, ætlaðar til að fá ríkis- stjórnirnar til athafna. Árið eftir samþykkm þjóðir Efna- hagsbandalagsins, Bandaríkin, Nýja- Sjáland og Ástralía uppkast að reglum þess eðlis að þessar neyslu- þjóðir myndu gera falsaðar vörur upptækar og koma í veg fyrir fram- leiðslu á þeim. Walker vonar að aðrar þjóðir undirriti samþykkt þessara

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.