Úrval - 01.01.1982, Síða 71

Úrval - 01.01.1982, Síða 71
V ÖR UMERKJA S VINDL 69 reglna sem ráðgert var að yrðu tilbúnar á árinu 1981. Vandinn er sá að þær þjóðir sem aðallega eru ábyrgar fyrir fölsuðum vörum hafa sjaldan tekið röggsamlega á afbrotunum. Lögreglan hefur öðru meira áríðandi að sinna. Refsingar að lögum hafa verið léttvægar. Afstaða opinberra aðila hefur sýnst tiJ þess fallin að stappa stáli í falsarana: Taiwan er ekki aðili að Parísarsátt- málanum sem verndar vörumerki og fram að þessu hafa stuttir fangelsis- dómar yfir þeim sem staðnir hafa verið að fölsunum fengist leystir með smáþóknun, eða jafnvirði 225 íslenskra króna. Vegna þrýstings frá evrópskum framleiðendum hefur Taiwanstjórnin nýlega kunngjört reglur sem, ef þeim er fylgt eftir, gætu stórlega dregið úr útflutningi falsaðra vörutegunda. Á meðan getum við neytendur haft hag af því að fylgja eftirfarandi reglum: Gættu þín á lokkandi, lágum tilboðum á vörum með vel þekktum vörumerkjum. Það er ekki sama hvar maður verslar. Verslaðu fremur í búð en á götunni. Rannsakaðu vöruna eins nákvæmlega og þú getur á staðnum. Heimtaðu kvittun og láttu seljandann skrifa vörumerkið á kvittunina, svo að enginn vafi geti leikið á ábyrgð hans ef síðar kemur í ljós að varan sé fölsuð. Með þvl að vera varkárir neytendur komum við ekki aðeins í veg fyrir að við kaupum rusl, heldur takmörkum við um leið þá eyðileggingu sem hinir réttu framleiðendur verða fyrir. Þeir bjóða okkur vörur í gæðaflokki og afla hundruðum manna atvinnu. ★ Amma mín er örlynd og fljótfær en afi aftur á móti rólegur og varkár. Nótt eina vöknuðu þau upp við hávaða í hænsnahúsinu. Amma rauk fram úr rúminu, hljóp að hænsnahúsinu og fann orsök ólátanna, stóran, svartan snák. Þar sem hún hafði ekkert til að vinna á honum með steig hún berum fæti ofan á hausinn á honum. Þannig stóð hún þangað til afi kom rúmum fímmtán mínútum seinna. Hann var alklæddur og hafði meira að segja komið vasaúrinu fyrir á sínum stað. , Jæja,” sagði hann glaðlega við úfna og reiðilega konu sína, ,,ef ég hefði vitað að þú varst búin að ná honum hefði ég ekki flýtt mér svona.” M.R.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.