Úrval - 01.01.1982, Síða 74
72
ÚRVAL
Malcolm Cowley er bókmenntafrœÖingur og hefur gefið
út ellefu bækur. Þegar hann varð áttræður komst hann
að því að ,,í landi ’’ hinna áttræðu horfir ýmislegt
öðruvtsi við.
AF SJÖNARHÖLI ÁTTRÆÐS
— Malcolm Cowley —
*
*
*
*
*
*
*
5H.5K5KÍÍÍ5K AÐ var haldið upp á átt-
ræðisafmælið mitt. Það
komu kort, bréf, skeyti,
gjafir og þar var meira að
segja stór kaka með
tveim kertum á, hvernig sem á því
stóð (var ég aftur orðinn barn?).
Mér finnst að það eigi að halda upp
á sérstaka viðburði eins og til dæmis
áttræðisafmæli. Sá áttræði kemst á
nýtt þrep í tilverunni, jafnframt því
sem síðasti þáttur lífsins hefst — ekki
síst þess vegna á að halda afmælis-
veislu svo hann (eða hún) hefji þenn-
an lokaþátt með pompi og prakt.
Þegar fólk er orðið áttrfett eru jafn-
aldrar þess mjög lág prósentutala af
íbúum landsins. Kannski, lesandi
góður, fyllir þú einhvern tíma þenn-
an hóp ef þú sleppur við hjartaáfall
og krabbamein — sem höggva
stærstu skörðin — eru með öðrum
orðum aðalböðlarnir. Langar þig að
vita hvað er í þessu nýja ,,landi”?
Hér er mitt sjónarmið, svo sem eins
og vegakort.
Þeim áttræða finnst hann jafn-
sterkur og hann hefur alla tíð verið á
meðan hann situr í þægilegum stól.
Hann rifjar upp, dreymir og lætur
hugann reika. Honum finnst að
aldurinn sé gervi fyrir aðra, hið sanna
sjálf eldist ekki. Eftir smástund ætlar
hann að rísa á fætur og rölta út í skóg,