Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 75

Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 75
AF SJÓNARHÓLIA TTRÆÐS 73 kannski með byssu eða veiðistöng ef það er vor. Svo reisir hann sig upp og hallar sér fram á við til að missa ekki jafnvægið og fínnur að það verður ekki af þessu framar. Líkaminn segir nefnilega: ,,Þú ert gamall” — og þetta er það sem á þeim áttræða glymur: — þegar það sem maður eitt sinn gerði, án þess að leiða að því hugann, verður að þrekvirki sem maður verður að einbeita sér við — þegar maður getur ekki staðið á öðrum fæti og á í basli með að komast í buxurnar — þegar meiri tími fer í að leita að hlutum heldur en að nota þá þegar þeir eru fundnir — þegar maður hlustar með eftir- tekt á skrýtlu og grípur allt nema brandarann. Ég hef uppgötvað þrjá lesti hjá þeim öldruðu: ágirnd, hirðuleysi og pjatt. Ágirndin er verst af þessu. Hvers vegna leggja svona margir aldnir áherslu á að sanka að sér peningum þegar þeir hafa engin áform um að eyða þeim og eiga heldur enga erfingja? Það getur verið að þeir líti á peninga sem nokkurs konar vald; það er notalegt að fylgjast með þeim streyma inn þegar annars konar styrkur fer dvínandi. En hvers vegna verður sumt gamalt fólk hirðulaust og safnar að sér drasli og hrúgar því upp? Allar skúffur eru yfirfullar, stórir staflar á borðunum og rörið í fataskápnum svignar af þunganum á herðatrjánum. Þar eru föt sem ekki hafa verið notuð ámm saman. Ég hugsa að að nokkru leyti megi kenna sinnuleysi um þetta og svo líka þeirri skoðun að því sem einu sinni var nothæft eigi að halda til haga. Pjatt eldra fólks er einfaldara að út- skýra og fyrirgefa. Þegar það er hætt að vonast eftir einhverju af fram- tíðinni reynir það að fá viður- kenningu fyrir það sem var: fegurð, íþróttir, menntun. Þeir sem voru lag- legir eiga í mesta baslinu; þegar gamla fólkið er að reyna að laða fram fyrri töfra verður árangurinn stund- um ömurlegur. íþróttamaðurinn og menntamaðurinn finna sér hillur fyrir verðlaunagripina og veggi fyrir inn- römmuð próf og réttindi. Þessi leit að viðurkenningu er saklaus ástríða en getur afskræmt persónuleikann. En hár aldur færir líka ánægju. Ein er að sitja bara kyrr eins og snákur á sólvermdum steini og vera latur, nokkuð sem ekki var nema sjaldan hægt að leyfa sér fyrr á árum. Á þeim stundum verður mannveran hluti af náttúrunni — lifandi hluti sem blóð sem rennur blítt um æðar. Framtíðin tilheyrir ekki þeim öldnu. Þeir hugsa, ef þeir hugsa á annað borð, að fyrir þá sem yngri eru sé lxfíð eilíf barátta, allir gegn öllum, en ellin eigi ekkert að vinna og engu að tapa. Hér í sviðs- jaðrinum fylgist sá aldraði með harkinu og brakinu, hann heyrir sigurópin, stunur þeirra slösuðu, en hann hefur ekkert að óttast, enginn ræðst að honum úr launsátri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.