Úrval - 01.01.1982, Page 76

Úrval - 01.01.1982, Page 76
74 ÚRVAL Samt öfunda ég mest það aldraða fólk sem tekur aldrinum sem ögrun. Fyrir það fólk er hvert nýtt hrörn- unareinkenni óvinur að sigra með viljakrafti. Stundum vinnur þetta fólk stóra sigra. Renoir hélt áfram að mála hrífandi myndir árum saman eftir að hann varð krepptur af gikt. Það varð að binda pensilinn við hand- legginn á honum. Þegar Goya var 78 ára, heyrnarlaus og hálfblindur. not- aði hann mörg pör af gleraugum til þess að geta haldið áfram að vinna. En hann bjó til framúrskarandi verk í nýjum stíl. Ef tekið er meðaltal hef ég lesið mér til að ég geti búist við að lifa 6,7 ár í viðbót. Sú spurning hvílir á mér hvað ég eigi að gera við þau. Ég fletti bókum og rekst ekki á mikið af raun- verulegum ráðleggingum, ekki eins mikið og ég bjóst við. Ég furða mig á því hve gamalt fólk hefur skrifað áberandi lítið um vandamál ellinnar. Það sem ég hef lesið um þetta efni er eftir höfunda um sextugt, á þeim tíma æviskeiðsins þegar flesta þeirra hefur langað að mála bjarta mynd af árunum sem þeir áttu í vændum. Hin fræga ritgerð Ciceros, ,,De Senectute” (Efri árin), sem hann skrifaði er hann var 62 ára, er greini- lega verk þar sem hann er að hug- hreysta sjálfan sig. Emerson skrifaði ritgerðina „Elliárin” þegar hann var 57 ára. Emerson reynir að láta okkur trúa því að árin sem eftir eru feli í sér ýmis gæði sem laun fyrir hið liðna. Emerson er í miklu uppáhaldi hjá mér en stundum finnast mér skoðanir hans ekki standast próf skynsem- innar. Til að hvíla mig á þessum lestri fletti ég upp í nýjustu skýrslu frá skól- anum mínum þar sem eru upplýsing- ar um gömlu bekkjarfélagana. 45 skólafélaganna sem enn eru á lífi segja nokkur orð um sjálfa sig. Heildarmyndin sem ég fæ er tempruð ánægja jafnhliða því sem horfst er í augu við minnkandi getu. Einn segir: „Læknirinn minn hefur bannað mér að eltast við kvenfólk — nema niður í móti.” Ánægðastir eru þeir sem átt hafa gullbrúðkaup, sérstaklega hafí börn og barnabörn verið viðstödd. (Barnabörnin eru ein staðfastasta gleði elliáranna, því ætlaði ég ekki að gleyma). Mér fannst upplífgandi að frétta að sumir skólafélagarnir höfðu ekki enn hætt störfum. Sumir hafa tekist á hendur eitthvað nýtt: framleiðslu á gönguskíðum, garðrækt og fornbóka- sölu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að prísa letina held ég að gamalmenni þurfi að hafa verkefni til að fylgjast betur með. Verkefnin geta verið eitthvað sem lengi hefur beðið eða eitthvað alveg nýtt. Það verður að vera nógu merkilegt til að maður leggi sig fram en ekki svo stórt að manni fallist hendur. Það verkefni sem freistar mín er að fínna ákveðið kerfí í fortíð minni. Það er sama hversu mjög okkur fínnst lífið hafa verið röð handahófskenndra til- viljana — það er nokkuð annað líka.

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.