Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 81

Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 81
REIMLEIKARNIR í U-65 79 þrír yflrmenn. Upphafið að því að U- 65 varð óheillakráka þýska sjóhersins var atvik sem gerðist meðan hann var enn í smíðum. Verið var að lyfta stál- gjörð á sinn stað, hægt og bítandi. Allt í einu kom hnykkur á gjörðina. í sama bili kvað við viðvörunarhróp og þung stálgjörðin rann til hliðar og skall niður með braki og brestum. Skerandi skelfingaróp blönduðust saman við skrapið í málmi og brestina í brotnandi timbri. Gjörðin hafði fallið á tvo verkamenn. Skipasmiðirnir flýttu sér í ofboði að reyna að losa fargið af vinnufélögum sínum. En lyftan stóð föst, blökk hafði brotnað. Það var ekki unnt að lyfta gjörðinni svo að hinir slösuðu næðust undan. Það lá í augum uppi að öðrum þeirra yrði ekki bjargað, hann var gersamlega sundurkraminn. Gjörðin hvíldi ofan á fótunum á hinum og hann veinaði látlaust þá klukkustund sem það tók að losa hann. Hann lést skömmu eftir að hann losnaði. Fyrr á tímum var blóðfórn færð til heilla fyrir nýtt mannvirki. Flestir töldu að U-65 hefði nú fengið sinn skammt af blóði og gæti verið ánægður. En hann var bara rétt að byrja. Smíðinni var haldið áfram og nokkrar vikur liðu án þess að til tíð- inda drægi. Svo varð annað banaslys. Kafbáturinn var nærri tilbúinn til sjó- setningar þegar þrír menn, sem voru að ganga frá búnaði í vélarrúmi, heyrðust hósta og kalla á hjálp. Þegar hjálpin barst kom í ljós að hurðin inn í vélarrúmið var föst og bifaðist hvergi. Þegar hún hafði verið brotin upp kom í ljós að vélarrúmið var fullt af banvænni gufu og á gólfinu lágu þrjú lík. Rannsókn leiddi ekki í ljós neina viðhlítandi skýringu á því hvernig þessi gufa hefði borist inn í vélarrúmið og kafbáturinn var úr- skurðaður sjóhæfur. „Deutschland, Deutschland úber alles!" Föðurlandið hafði nú nýtt vopn að beina gegn óvininum. U-65 lagði upp í reynsluferðina. Það var kyrrt í veðri og allt sem hagstæðast. U-65 var þó varla fyrr kominn út á sjó en hvessti. Brot reis, skall yfir bátinn og hreif með sér einn sjóliðann. Bátur var settur út í flýti en sjóliðinn sást ekki meir. Fórnarlömbin voru orðin sex. Nú var komið að því að láta U-65 kafa. Það var nokkuð sem óhjá- kvæmilegt var að gera er kafbátur var prófaður. Það var kvíði í áhöfninni. Það var heldur ekki að ástæðulausu. Um leið og U-65 fór í kaf í fyrsta sinn kom fram leki í einum tankanna með þeim afleiðingum að kafbáturinn var fastur í kafi í tólf klukkustundir. Aftur bárust eitraðar gufur um hann, ef til vill við að sjór komst í raf- geymana — um það varð aldrei neitt sannað. Þegar kafbáturinn kom loks úr kafinu var áhöfnin nær viti sínu fjær af skelfingu, fárveik og hálf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.