Úrval - 01.01.1982, Side 82

Úrval - 01.01.1982, Side 82
80 köfnuð — en lifandi, Gott sei Dank! Að þessu sinni hafði óheillakrákan bara verið að stríða. En næst var það í fullri alvöru. Fram að þessu höfðu þeir sem við kaf- bátinn voru riðnir kramist til bana, kafnað og drukknað. Næst sneri ógæfan sér að sprengiefnum — með frábærum árangri, frá hennar bæjar- dyrum séð. U-65 hafði farið í við- burðasnauða jómfrúsiglingu og var nú kominn heim aftur og verið var að skipa vopnum um borð. Allt í einu sprakk sprengjuoddur. Hann olli keðjusprengingum í vopnafarminum og þegar ósköpunum linnti lágu fímm menn í valnum á víð og dreif. Margir voru slasaðir. Kafbáturinn sjálfur var stórskemmdur og þarf varla að leiða getum að því að þeir sem settir voru til að gera hann haffæran á ný báru á sér alla sína verndargripi meðan verkið stóð. Líkin fimm voru jarðsett í kirkjugarði Wilhelmshafen, helstu flotastöðvar Þjóðverja. Meðal þeirra sem þarna féllu var næstráð- andi um borð, maður með sérkenni- legt og eftirtektarvert andlitsfall. Þegar U-65 var kominn í lag aftur var hann búinn til brottfarar. Þetta var um kvöld og kafbátsforinginn sat ásamt liðsforingjum sínum í stjórn- klefanum. Þeir voru að yflrfara áætlun ferðarinnar sem fram undan var meðan áhöfnin kom sér fyrir. Skyndilega var dyrunum hrundið upp og í þeim stóð einn sjóliðinn, ná- fölur, móður og skjálfandi. Kafbáts- ÚRVAL foringinn leit snöggt upp, þungur á brúnina. ,,Hvað á þetta að þýða, Schmidt? Veistu ekki að þú mátt aldrei koma óboðinn í stjórnklefann?” „Fyrirgefið, Herr Oberleutenant, en aðstoðarforinginn . . . ég . . . ég sá hann!” Kafbátsforinginn herpti varirnar fyrirlitlega. ,,Það er ekki ótrúlegt, Schmidt, þú sérð hann núna!” Og mikið rétt, nýi aðstoðarforinginn sat þarna við hlið kafbátsforingjans og horfði undrandi á sjóliðann. ,,Nei, herra,” stamaði sjóliðinn. ,,Eg meina hinn — þann sem fórst í sprengingunni . . .!” Kafbátsforinginn barði í borðið. ,,Þú ert drukkinn, Schmidt — út með þig! Þú ert ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta.” En Schmidt gaf sig ekki. Hann endurtók að hann hefði séð hinn látna — séð hann koma skálmandi um borð. Fleiri höfðu séð hann, sjóliði að nafni Peterson. Þeir gátu báðir lagt eið út á að þeir segðu satt, og þeir voru báðir allsgáðir. Kafbátsforinginn andvarpaði. ,Jæja, þá. Komdu með Peterson og láttu hann segja sitt eigið ævin- týri.” ,,Hann vill ekki koma, Herr Oberleutenant. Hann er uppi á þiljum, bak við byssuturninn. Hann nötrareins og strá!” ,,Komið, herrar mínir, við skulum rannsaka þetta sjálfír,” sagði foring- inn og gekk á undan upp á þiljur. Og

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.