Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 83
REIMLEIKARNIR í U-65
81
þar var raunar Peterson, klúkandi úti
í horni, mun verr á sig kominn en
Schmidt. Við þolinmðða yflrheyrslu
kom í ljós að hann hafði séð svip látna
aðstoðarforingjans koma upp land-
ganginn, skálma fram á stefni og
standa þar með krosslagða handleggi
og stara á haf út. Peterson hafði flýtt
sér að fela sig í skotinu þar sem hann
nú var. Þegar hann vogaði að gægjast
fram aftur var svipurinn horfinn.
Kafbátsforinginn var skynsamur og
sanngjarn. Hann sá í hendi sér að
hvorugur þessara manna var drukk-
inn. Það leyndi sér ekki að þeir höfðu
séð eitthvað — en hvað? Kafbáts-
foringinn hafði aldrei trúað á tilvist
drauga og ætlaði sér ekki að taka upp
á því núna. Hann taldi að annaðhvort
væri einhver að gera meinlegan hrekk
eða beinlínis að grafa undan jafnvægi
áhafnarinnar. Hann rannsakaði alla
möguleika, yfirheyrði alla sem kynnu
að hafa haft aðgang að U-65 og
kannaði hvað skipverjarnir hefðu haft
fyrir stafni þennan tíma. En hann
fann hvergi neitt sem gæti stutt grun-
semdir hans og hann neyddist til að
láta málið niður falla. Ef einhver
hefði verið hrekkja í illum tilgangi
hlaut sá hinn sami að vera vel ánægð-
ur því saga Petersons og Schmidts
hafði svo sannarlega skotið skip-
verjunum skelk í bringu. Peterson gat
ekki hugsað sér að vera um borð í
þessum báti. Tveimur dögum áður en
leggja átti úr höfn hvarf hann þótt
hann ætti þar með yfír höfði sér
strangan dóm sem liðhlaupi.
Tvö ár voru liðin síðan kjölurinn að
U-65 var lagður. Þegar kom fram á
árið 1917 voru bandamenn farnir að
hafa yfirhöndina yfir kafbátum
Þjóðverja. Þangað til þá um sumarið
hafði skelfingin í kafinu fargað
skipum Bretaí gífurlegum mæli. Eitt
af hverjum fjórum skipum banda-
manna, sem lagði úr breskri höfn í
maí 1917, kom aldrei til hafnar. I
apríl höfðu þýskir kafbátar sökkt
840.000 tonna flutningaskipaflota
fyrir Bretum og bandamönnum
þeirra. Um haustið var myndin orðin
önnur. Fleiri skip voru smíðuð og það
fyrirkomulag að láta skipin sigla í
skipalestum sannaði ágæti sitt.
Þjóðverjar þurftu að hugsa hratt og
vel ef þeir áttu að vinna stríðið á
haflnu og þeir höfðu ekki efni á að
láta einn einasta farkost liggja við
festar. Þess vegna var haldið áfram
með U-65 þótt skip með svona sögu
hefði verið gefið upp á bátinn á
friðsamlegri tímum.
Á nýársdag 1918 sigldi U-65 frá
Helgolandi til Zeebrugge þar sem
hann var um kyrrt í ríu daga. Áhöfn-
inni til ósegjanlegs léttis gerðist
ekkert. Hún vonaði — og var farin að
halda — að heppnin hefði snúist á
sveif með henni með áramótunum.
Síðan kom skipun um að sigla inn í
Ermarsund í leit að kaupskipum og
fískiskipum.
Það var óþokkaveður að kvöldi 21.
janúar þegar U-65 kom upp á yfir-
borðið. Fárviðri var að skella á og
minnstu munaði að öldurnar skyllu