Úrval - 01.01.1982, Page 84

Úrval - 01.01.1982, Page 84
82 yfír yfirbygginguna. Þessa nótt hefðu mennirnir kosið að vera fremur í þröngum vistarverum sínum heldur en úti við en sumum var gert að vera uppi, svo sem eins og varðmanninum stjórnborðsmegin sem stóð þar einn og rýndi út í sortann. En allt í einu sá hann sér til undrunar að hann var ekki einn. Fyrir neðan hann, á mjóu þilfarinu sem hallaðist sitt á hvað og sífellt skolaði yfír, stóð sjóliðsforingi. Varðmaðurinn gerði lúður úr höndum sér og hrópaði til liðsforingj- ans: ,,Ekki vera þarna, herra — yður skolarfyrirborð!” Liðsforinginn leit upp — og þetta var andlit dauða liðsforingjans sem birst hafði Petersen og Schmidt. Varðmanninum var svo brugðið að hann gat varla stamað sögu sinni upp við skipstjórann þegar hann kom upp á varðstaðinn — rétt í tæka tíð til að sjá veruna. Þegar hann deplaði augunum og ætlaði að gá betur var veran horfín. Við höfum engar heimildir um hvað varð um liðhlaupann Peterson, né heldur Schmidt — þá tvo sem fyrst sáu svip framliðna liðsforingjans. En kafbátsforingjanum varð hann feigðarboði. Fáum vikum seinna fór hann í land til að stytta sér stundir í spilavítinu í Brugge þar sem kafbát- urinn lá um þær mundir. Þegar hann gekk upp götuna frá höfninni heyrðist í loftvarnar- merkjunum. Kafbátsforinginn vissi að skylda hans var að sinna farkosti sínum. Hann sneri því við — og varð ÚRVAL fyrir sprengjubroti sem sneiddi höfuðið af búknum. Þessi voveiflegi atburður varð til þess að opinber rannsókn var gerð á vandamálum kafbátsins. Sá sem rannsóknina annaðist flutti þó ekki áhöfnina í einu lagi yfír í annan kaf- bát, eins og hún fór fram á, heldur kom því svo fyrir að flestir voru kallaðir, smám saman, til viðunan- legri starfa hér og þar. Þýski sjóherinn hafði ekki efni á að hafa nokkurn kaf- bát skipaðan mönnum sem voru dauðhræddir við fleytuna. Meðan U-65 lá í höfninni í Brugge datt einhverjum það snjallræði í hug að fá prest um borð í bátinn og vígja hann — það er að segja reka úr honum illa anda í guðs nafni. Það var ein ólánlegasta hugmyndin sem hægt var að fá. Nýja áhöfnin hafði heyrt orðróm frá fyrirrennurum sínum og þessi athöfn staðfesti fyrir henni að farkosturinn væri haldinn illum öndum. Skelfing greip um sig. Draugasögur fengu byr undir báða vængi þangað til skipstjórinn lét boð út ganga þess efnis að hver sá sem þættist sjá svo mikið sem vísbendingu um vofu skyldi hafa verra af. Til er frásögn undirforingja sem var um borð í U-65 nær allan tímann sem kafbáturinn var til. Hann skráði endurminningar sínar einarðlega og dró ekkertundan. ,,U-65 var aldrei gæfufleyta,” skrifaði hann. ,,En við, sem á honum vorum, vorum alltaf lánsamir með yfírmenn okkar. Það var bara eitthvað

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.