Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 84

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 84
82 yfír yfirbygginguna. Þessa nótt hefðu mennirnir kosið að vera fremur í þröngum vistarverum sínum heldur en úti við en sumum var gert að vera uppi, svo sem eins og varðmanninum stjórnborðsmegin sem stóð þar einn og rýndi út í sortann. En allt í einu sá hann sér til undrunar að hann var ekki einn. Fyrir neðan hann, á mjóu þilfarinu sem hallaðist sitt á hvað og sífellt skolaði yfír, stóð sjóliðsforingi. Varðmaðurinn gerði lúður úr höndum sér og hrópaði til liðsforingj- ans: ,,Ekki vera þarna, herra — yður skolarfyrirborð!” Liðsforinginn leit upp — og þetta var andlit dauða liðsforingjans sem birst hafði Petersen og Schmidt. Varðmanninum var svo brugðið að hann gat varla stamað sögu sinni upp við skipstjórann þegar hann kom upp á varðstaðinn — rétt í tæka tíð til að sjá veruna. Þegar hann deplaði augunum og ætlaði að gá betur var veran horfín. Við höfum engar heimildir um hvað varð um liðhlaupann Peterson, né heldur Schmidt — þá tvo sem fyrst sáu svip framliðna liðsforingjans. En kafbátsforingjanum varð hann feigðarboði. Fáum vikum seinna fór hann í land til að stytta sér stundir í spilavítinu í Brugge þar sem kafbát- urinn lá um þær mundir. Þegar hann gekk upp götuna frá höfninni heyrðist í loftvarnar- merkjunum. Kafbátsforinginn vissi að skylda hans var að sinna farkosti sínum. Hann sneri því við — og varð ÚRVAL fyrir sprengjubroti sem sneiddi höfuðið af búknum. Þessi voveiflegi atburður varð til þess að opinber rannsókn var gerð á vandamálum kafbátsins. Sá sem rannsóknina annaðist flutti þó ekki áhöfnina í einu lagi yfír í annan kaf- bát, eins og hún fór fram á, heldur kom því svo fyrir að flestir voru kallaðir, smám saman, til viðunan- legri starfa hér og þar. Þýski sjóherinn hafði ekki efni á að hafa nokkurn kaf- bát skipaðan mönnum sem voru dauðhræddir við fleytuna. Meðan U-65 lá í höfninni í Brugge datt einhverjum það snjallræði í hug að fá prest um borð í bátinn og vígja hann — það er að segja reka úr honum illa anda í guðs nafni. Það var ein ólánlegasta hugmyndin sem hægt var að fá. Nýja áhöfnin hafði heyrt orðróm frá fyrirrennurum sínum og þessi athöfn staðfesti fyrir henni að farkosturinn væri haldinn illum öndum. Skelfing greip um sig. Draugasögur fengu byr undir báða vængi þangað til skipstjórinn lét boð út ganga þess efnis að hver sá sem þættist sjá svo mikið sem vísbendingu um vofu skyldi hafa verra af. Til er frásögn undirforingja sem var um borð í U-65 nær allan tímann sem kafbáturinn var til. Hann skráði endurminningar sínar einarðlega og dró ekkertundan. ,,U-65 var aldrei gæfufleyta,” skrifaði hann. ,,En við, sem á honum vorum, vorum alltaf lánsamir með yfírmenn okkar. Það var bara eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.