Úrval - 01.01.1982, Side 85

Úrval - 01.01.1982, Side 85
REIMLEIKARNIR í U-65 83 sem lá í loftinu og gerði manni sífellt órótt. Kannski var það ímyndun okkar af því við vissum hvað á undan var gengið en ég er fyrir mitt leyti sannfærður um að það var kolreimt í þessum báti. Nótt eina í hafi sá ég liðsforingja á þiljum. Hann var ekki einn af okkur. Ég sá hann aðeins í svip en annar úr áhöfninni, sem nær var, sór að hann hefði þekkt aðstoðar- foringjann okkar, sem þá var látinn, ganga eftir þilfarinu. Aðstoðarforing- inn hvarf alltaf inn í tundurskeyta- rúmið fram á en kom aldrei út aftur. Ýmsir sáu svipinn hvað eftir annað en aðrir aldrei þótt þeim væri bent á hann þar sem hann stóð rétt hjá þeim. Næststðasti foringinn okkar vildi aldrei viðurkenna tilvist neins yfir- náttúrlegs en einu sinni eða tvisvar sá ég honum mjög brugðið er hann kom upp á þiljur. Ég frétti síðan hjá öðrum að einmitt á sama tíma hefði draugurinn verið á ferli á framþiljum. Þegar athygli foringjans var vakin á því þóttist hann ekkert sjá og ávítaði viðkomandi harðlega fyrir heimsku og trúgirni. En síðar frétti ég eftir þjóninum í spilastofu liðsforingjanna að þar hefði kafbátsforinginn lýst þvf yfir að það væru illir andar á ferli í kafbátnum.” Þessi sami sögumaður hélt áfram og sagði frá því að í maí hefði U-65 verið á ferli fram og aftur eftir Ermar- sundi og suður undir Spánarstrendur. Þetta var hræðilegt úthald. Eftir tvo daga í hafi varð ein skyttan, Eber- hardt að nafni, óð, öskraði án afláts. Það endaði með því að menn urðu að beita Eberhardt ofbeldi, binda hann og gefa honum morfín til að róa hann. Þetta virtist hrífa og þegar hann var orðinn rórri var hann losaður og sendur upp við annan mann til að fá sér frískt loft. Hann var ekki fyrr kominn upp en berserks- gangur rann á hann öðru sinni. Hann sópaði frá sér manninum sem með honum var og stökk útbyrðis. Hann sökk eins og steinn og rak aldrei. Fyrsti vélameistari hrasaði í óveðri út af Ushan og fótbrotnaði. Síðar var kafbáturinn að eltast við breskt flutn- ingaskip sem var eitt á ferð og kominn býsna nærri því þegar alda skall yfir skytturnar og skolaði einni þeirra, Richard Meyer, fyrir borð. Hann sást aldrei framar, fremur en aðrir. Nú fóru stjórnendur kafbátsins að forðast skip Breta og bandamanna, sem annars hefðu verið þeim auðveld bráð, því hver fleyta, hversu aum sem hún var, gat verið vopn í höndum örlaganna til að veita kaf- bátnum lokahöggið — sem öll áhöfn- in var sannfærð um að væri aðeins tímaspursmál hvenær riði yfir. „Mennirnir voru svo niðurbrotnir að þeir ráfuðu um eins og svefngenglar, sinntu störfum sínum eins og í leiðslu og hrukku við við hvert minnsta hljóð.” Og ekki hresstust þeir er þeir nálguðust Doversund — þar sem þrír kafbátar, U-55, U-33 og U-79, höfðu rétt nýlega verið sprengdir í loft upp.

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.