Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 86

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL Beygurinn reyndist ekki ástæðu- laus. Það var skotið á þá þegar þeir komu úr kafinu, settar á þá djúp- sprengjur þegar þeir köfuðu og báts- maðurinn, Lohmann, hlaut meiðsli sem hann lést af. Kafbáturinn var illa farinn þegar hann lagði af stað heim til Zeebrugge. Mönnunum var svo sem enginn léttir að því. „Flestum þótti okkur þetta aðeins gálga- frestur.’’ Þegar hér var komið sögu fékk sögumaður okkar, sér til mikils léttis, ákaft giktarkast og var sendur á spítala. Þangað fékk hann heimsókn annars liðsforingja, Wernicke. U-65 átti að leggja úr höfn næsta kvöld og Wernicke var sannfærður um að það yrði síðasta ferð kafbátsins — og hans sjálfs. Hann færði sjúklingnum megnið af einkamunum sínum og bað hann að afhenda frú Wernicke þá þegar sú frétt bærist sem allir voru sannfærðir um að kæmi fyrr en síðar. Hún barst 31. júlí, þá var tilkynnt að U-65 væri týndur. Hvarf hans var jafndularfullt og flest annað sem fyrir hann hafði komið. 10. júlí kom bandarískur kafbátur út af Cape Clear, á vesturströnd írlands, auga á kafbát. Númerið sást gegnum sjónpípuna — U-65. Skipanir um árás voru gefnarí flýti. En rétt áður en tundurskeytin voru send frá bandaríska kafbátnum gerð- ist nokkuð sem varð til þess að þeim var aldrei skotið. U-65 sprakk í tætlur með miklum fyrirgangi. Hvernig það atvikaðist fáum við aldrei að vita. Kannski sprakk eitt tundurskeyta U-65 sjálfs eða annar kafbátur sendi honum kveðju án þess að Bandaríkjamennirnir veittu honum athygli. En það var ekkert eftir til að gefa vísbendingu um hvað gerst hefði. Eftir stríðið rannsakaði sálfræðing- ur, prófessor Hecht, söguna af U-65 sem sannarlega er ein sú einkennileg- asta í allri sæferðasögunni. Hann gaf söguna út í litlum bæklingi. Árið 1932 tók breski sagnfræðingurinn Hector C. Bywater, sem sérhæfði sig í sögu sjóhernaðarins, upp þráðinn með eigin rannsókn þar sem hann fór vandlega yfir öll sönnunargögn og vitnisburði. Hvorugur þeirra komst að neinni eindreginni niðurstöðu. Sem vísindamaður forðaðist prófessor Hecht að leita á náðir yfírnáttúrlegra skýringa en hann gat heldur ekki bent á neina ákveðna raunvísindalega skýringu. Nú á rímum, þegar svo langt er liðið frá því að atburðir þessir gerðust, er jafnvel ennþá erfíðara að gera það. Draugasögurnar eru sann- færandi og vel vottfestar og enn eru margir sem trúa því að margt óhreint hafí verið á sveimi í U-65. En margir þeirra sem sigldu á U- 65 vom vissir um að mannshugurinn væri á bak við „slysin” um borð í U- 65. Vom þau verk breskra flugu- manna? Það er ekki auðvelt að skýra hvernig leyniþjónustumenn, breskir eða annarra þjóða, hefðu átt að koma mörgum þeirra í kring og önnur, svo sem eins og þegar skyttan stökk fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.