Úrval - 01.01.1982, Side 88

Úrval - 01.01.1982, Side 88
86 ÚRVAL Ltklega er mannskepnan hvergi í jafnnánum tengslum við eilífðina og úti á hafi. Enda hafa ákveðnar drauga- sögur hvergi verið eins rótgrónar og meðal sjómanna og ákveðnir fynrboðar á sjó hvergi vakið eins ákveðinn ugg og átrúnað. En ekki er allt yfirnáttúrlegt á hafi af hinu illa, þar hafa líka gerst undarlegir atburðir sem bjargað hafa mannslífum. DRAUGASKIP — Michael og Mollie Hardwick — ****& JÖMENN hafa alltaf ver- * * ífé ið manna hjátrúarfyllstir. — Þeir hafa oft verið mán- ; uðum saman í hafí, fjarri ' öðrum mönnum, og þeir hafa oft ekki yfír sömu tækni og þægindum að ráða og meðbræður þeirra annars staðar. Þeir eru ennþá einangraðri en hermenn, þrátt fyrir alla fjarskiptatækni nútímans. Og þeir eru miklu fremur en landkrabbar móttækilegir fyrir „andleg áhrif’ þjóðsagna og orðróms. Fyrir daga raflýsingarinnar stóð sjómaðurinn næturvaktir sínar í heimi tortryggilegra skugga og flökt- andi lukta. Sæþokan og glampar tunglsljóssins villtu honum sýn. Allt gat gerst á sjó, bæði voðalegt og undursamlegt. Sigurður sjómaður varð kannski yfír sig hræddur, en draugaskip kom honum aldrei ger- samlega á óvart, né heldur löngu dauður sjómaður, sæskrímsli, hafmeyja eða (það sem kannski var voðalegast) drukknaður skipsfélagi í kojunni hans. Og öll sú skelfing sem hann mátti þola á sjó varð sem hjóm eitt frammi fyrir skilyrðislausri athyglinni sem hann hafði í landi þegar hann sagði sögu sína yfír krús af öli á kránni — og bætti kannski við fáeinum litríkum atriðum sem gátu kannski fært honum aukakrús af öli — Úr 50 Strange Stories of the Supernatural —

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.