Úrval - 01.01.1982, Síða 89

Úrval - 01.01.1982, Síða 89
DRAUGASKIP 87 eða pípufylli af tóbaki. Þessir land- krabbar fengu aldrei nóg af hryllings- sögum. En jafnvel þótt litið sé fram hjá hjátrú og ímyndun er til aragrúi sagna um einkennilega fyrirburði á hafi sem heilar skipshafnir hafa séð samtímis og áhafnir ýmissa skipa á ýmsum tímum. Framliðnir sjómenn og skip þeirra virðast langlífari en draugafyrirbæri á landi og vera í jafn- fullu fjöri nú á dögum dísilskipanna og þeir voru á dögum seglskipanna. Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram að draugarí landi hafi fölnað með til- komu skærra rafljósa og að viðkvæmir svipir fái ekki þrifist í þeim. Á dökkum haffletinum hljóta skilyrðin að vera ólíkt hentugri. Þetta kann að skýra ferðalag hins frægasta af öllum draugaskipum, Hollendingsins fljúgandi, sem virðist engan enda ætla að taka. Cornelius Vanderdecken hefur nú verið á floti í ríf- lega þrjú hundruð ár, allt síðan þann dag á sautjándu öld er hann vatt upp segl og iagði af stað til Hollands frá Batavíu. Vanderdecken skipstjóri hafði orð fyrir að vera jafnmiskunnar- laus við skipið sitt og hann var við áhöfnina, að knýja það áfram gegnum storm og stórsjó þegar mild- ari skipstjóri hefði dregið úr ferð og létt á seglum. Hann var einnig sagður guðlaus og guðlastari. Á þessari örlagaríku ferð lenti hann í öflugum mótvindi þegar kom undir Góðrar- vonarhöfða. Vanderdecken og áhöfn hans barðist í níu vikur við að komast áfram en án árangurs. Það er sagt, og kannski skiljanlegt, að eftir þessar níu árangurslausu vikur hafi Vanderdecken brostið þolin- mæði. Hann féll á kné á þilfarinu og formælti guði. Hann sór þann hræði- lega eið að hann skyldi komast fyrir höfðann þótt ekki yrði fyrr en á dómsdegi. Þessu fylgdu atburðir sem síðan hafa orðið fleygir í sögunni: Það var eins og ósýnilegt afl heyrði til hans. Storminn herti til muna og varð að fárviðri. En formælingar Vanderdeckens bárust yfir vindgný- inn, þar sem hann æddi um þilfarið, og áhöfnin heyrði brot af söng sem augljóslega var hreint guðlast. En allt í einu risti logaskært ljós gegnum sortann og varð að geislandi veru sem sveif niður á stafninn á skipinu. Áhöfnin, að Vanderdecken undan- skildum, féll á kné og tók að biðjast fyrir og töldu sumir að þessi vera væri engill, aðrir heilagur andi. En Vanderdecken lét ekki hagga sér, skeytti ekki einu sinni um að taka ofan, og þýðlegri kveðju þessa bjarta gests svaraði hann með því að tvinna saman blótsyrðum. Veran stóð graf- kyrr. Þá gerði Vanderdecken nokkuð sem lamaði áhöfnina af skelfingu: hann dró upp byssu sína og skaut á veruna um leið og hann skipaði henni að hverfa frá borði undir eins. Skotið hafði engin áhrif á veruna. Þess í stað mælti hún: ,, Vanderdecken skipstjóri. Þú hefur svarið þess eið að sigla til dóms-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.