Úrval - 01.01.1982, Síða 90

Úrval - 01.01.1982, Síða 90
88 ÚRVAL dags ef þörf krefur. Það skaltu nú gera og gjalda þannig guðlasts þíns. Þú skalt hvorki nærast, svala þorsta þínum, sofa, né heldur skaltu framar sjá heimahöfn þína-heldur berast um höfín sjö sem illur forboði allra þeirra sem sjá til ferða þinna. Guð lætur ekki að sér hæða, Vanderdecken skip- stjóri!” Þannig atvikaðist það að allt síðan þessa nótt hefur hrollur farið um sjómenn og þeir hafa krossað sig þegar þeir sjá draugaskip rísa upp úr öldunum, með toppmastrið fyrst, á siglingaleiðunum umhverfis Horn- höfða og Góðrarvonarhöfða eða jafnvel enn sunnar. Frásögnum um útlit skipsins ber þó ekki saman. Stundum birtist það sem slúppa (ein- möstruð skúta) og stundum sem skonnorta. Áhöfnin á Bacchante, sem 1881 sigldi milli Melbourne og Sidney, sá skipið sem briggskip. Þá var ungur maður um borð 1 Bacchante. Hann varð síðan konungur í Bretlandi, George V. Hann staðfesti það sem skráð var um þennan atburð í dagbók skipsins: ,,Hollendingurinn fljúgandi fór fyrir framan skipið hjá okkur. Frá því stafaði einkennilegu, rauðu ljósi, eins og af glóandi draugaskipi, og í þessu einkennilega en sterka ljósi mátti greinilega sjá möstrin, rárnar og seglin í um tvö hundruð jarda fjar- lægð . . . þegar þangað kom var ekki tangur eða teiur að sjá af neinu efnis- legu skipi. hvorki þar né nær eða fjær á nokkurn veg, allt að sjónarrönd, og var nóttin þó björt og veður kyrrt. Þrettán manns allt í allt sá þessa sjón.” Einn þeirra, sjómaðurinn sem fyrst kom auga á draugaskipið, féll af krosstrénu í framsiglunni niður á þilfarið og hlaut bana af. Þegar Bacchante kom í höfn næst lagðist aðmírállinn sem um borð hafði verið banaleguna. Bölvun Hollendingsins var enn í fullu gildi. Sagt er að draugaskip á borð við Hollendinginn fljúgandi hafi birst hvalveiðiskipi út af Reykjavík árið 1911- Þá sigldi hann seglum þöndum í stafalogni og munaði minnstu að hann rækist á hvalveiðiskipið. Um leið og hann sveif hjá heyrðust þrjú klukkuslög innan úr skipinu og um leið sveigði það krappt á stjórnborða og hvarf. Ekki er þess getið að neinar ófarir hafi fylgt í kjölfar þessarar sýnar. Annar Hollendingur sem enn flakkar um höfin er Bernard Fokke skipstjóri, samtímamaður Vander- deckens. Hann var mikilhæfur sjó- maður en hafði á sér slæmt orð; sagt var að hann væri í slagtogi með skratt- anum. Þegar skip hans hvarf var sagt að djöfullinn hefði dæmt hann til að sigla að eilífu. En það þarf ekki endi- lega að vera illur fyrirboði að sjá hann. Sagan um Bernard Fokke og sagan um Waleranbræðurna tvo í Falkenbergkastala í Neðri-Lorraine hafa iðulega blandast saman við söguna af Vanderdecken og illt er að greina hvað er hvað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.