Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 91

Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 91
DRAUGASKIP 89 Á Solwayfirði (á mörkum Skotlands og Englands að vestan- verðu) birtast stundum ævaforn lang- skip — áraskip prýdd drekahöfðum frá þeim tíma er danskir sjóræningjar voru hrelling manna á hafi og landi. Tvö þessara skipa sukku með allri áhöfn eina nótt þar á firðinum og þau hafa síðan stundum sést á björtum nóttum. Eitt sinn fóru menn út á litl- um báti til að skoða það nánar — þetta var um aldamótin 1800 — en lentu í soginu þegar áraskipin sukku á nýjan leik og hurfu með þeim. Síðan hefur enginn haft löngun til að fara og rannsaka. áraskipin með dreka- höfðunum þegar þau birtast, ekki enn þann dagí dag. Enn ein draugafleyta á Solwayfirði er opinn bátur sem hryggbrotinn ferjumaður sökkti með stúlkunni sem hryggbraut hann, brúðguma hennar og öllum brúðkaupsgestum er þau voru á leið yfir fjörðinn. Sá sem bátnum sökkti er enn um borð í honum en aðeins beinagrindin. Hann er, eins og Vanderdecken, illur forboði. Sama er að segja um annan brúðkaupsbát er fórst út af Goodwin Sand. Á St. Lawrenceflóa, milli Quebec og Nýfundnalands, er afturganga bresks flaggskips. Það var hluti af flota sem Anna drottning sendi á móti Fransmönnum. Þetta skip sökk undir klettunum við Cap d’Espoir í Gaspé flóa og á hverju ári, daginn sem slysið varð, má sjá skipið á floti og greinilega gleðskap um borð — krökkt af hermönnum í rauðum frökkum á þilfarinu og kýraugun öll uppljómuð. Frammi í stafni stendur sjóliðsforingi og bendir í land en hinn handlegginn hefur hann um mittið á snoturri stúlku. Svo dofna ljósin, skipið kippist til, það leggst á hliðina og hverfurí djúpið. Strendur Nýja Englands eru frægar — eða kannski öllu heldur illræmdar — fyrir draugaskip. Skelfllegast er Paladine. Þegar það sést sigla mikinn ofan eftir Long Island sundi er mál að búast við stormi — og varla að undra miðað við sögu skipsins. Paladine var hollenskt kaupfar. Það lagði upp frá Hollandi 1752 áleiðis til Nýja Englands, hlaðið út- flytjendum og dóti þeirra. Þetta var engin happafleyta. Öll áhöfnin, að skipstjóranum meðtöldum, var sam- safn drukkinna hrotta sem hræddu og hrjáðu og rændu farþegana alla leið og drykkjuskapurinn var vafalítið ástæðan til þess að skipið strandaði á Blockeyju — þótt þessi eyja væri raunar aðsetur rekaþjófa sem vel geta hafa villt Paladine af réttri leið með fölskum ljósum. En um leið og skipið tók niðri réðust þessir hrægammar um borð og létu greipar sópa um öll verðmæti sem hægt var að koma höndum yflr og ef einhver reyndi að ganga þar í milli var hann óðara stunginn til bana ellegar fleygt fyrir borð. Þær konur sem rekaþjófunum leist á voru annaðhvort dregnar burtu eða þeim nauðgað á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.