Úrval - 01.01.1982, Síða 92

Úrval - 01.01.1982, Síða 92
90 ÚRVAL En kona var þó eftir, í felum undir þiljum. Sumar sögur segja að það hafi verið ung móðir sem týnt hafi barni sínu í djöfulganginum. En það var skelfilegt hljóð sem hrakti hana fram úr felustað sínum: snarkið í eldi. Þjófarnir lögðu eld í Paladine þegar þeir höfðu ruplað úr því að lyst sinni. Nú rak skipið til hafs og aumingja unga konan var ein eftir um borð. Hún kleif upp á borðstokkinn og stóð þar hrópandi á hjálp meðan logarnir færðust sífellt nær henni. Svo hrundi mastrið, þilfarið féll niður og stúlkan hvarf í bálið. Enn sést skipið endrum og eins á þessum slóðum og alltaf er unga konan að hrópa á hjálp meðan eldurinn iýsir um strendur Block- eyjar. En hinir tortryggnu segja að til sé eðlileg skýring á þeirri birtu — kannski fosfór. Annað brennandi skip er Packet Light sem fórst eins og Paladine á St. Lawrenceflóa. Packet Light birtist alltaf fyrst eins og eldhnöttur. Ekki eru allir fyrirburðir illur fyrir- boði. Sumir em, eins og stallbræður þeirra áþurrulandi, sendir til að veita hjálp eða tímabærar viðvaranir. Rogers, skipstjóri á Society, prísaði sig sælan að þiggja þannig hjálp árið 1664. Society var á ferð meðfram austurströnd Ameríku, á leið til Virginiu, og allt sýndist í stakasta lagi. Skipstjórinn gekk til hvílu þar sem hann sá ekki ástæðu til þess að vera sjálfur á vakt. Hann féll í fasta- svefn en hrökk upp við að eitthvað kalt kom við öxlina á honum. Um leið heyrði hann rödd sem sagði: ,,Rístu upp, kafteinn, og líttu í kringum þig.” Skipstjórinn varþegar glaðvakandi. Hann hentist upp — en það var ekkert athugavert að sjá svo hann hallaði sér aftur. Um leið og honum seig í brjóst heyrði hann röddina á ný og fann snertinguna. Hann kannaði málið aftur en sá ekkert tortryggilegt. Honum taldist til að skipið væri um þrjú hundruð mílur frá landi og gæti ekki stafað hætta af skerjum eða grynningum á þessum slóðum. En þriðja viðvörunin lét ekki á sér standa og að þessu sinni sagði röddin, skýrt og greinilega: ,,Farðu upp og lóðaðu!” Rogers hlýddi — og uppgötvaði sér til skelfmgar að dýpið var aðeins sjö faðmar. Hann lét í skyndi varpa akkerum. Þegar birti kom í ljós að Society var komið rétt upp í land- steina við Virginluhöfða í stað þess að vera langt úti á sjó. Fyrirburðurinn hafði bjargað skipinu frá tortímingu. Annar heppinn skipstjóri var Joshua Slocum. Hann var gamal- reyndur sjómaður sem hafði unnið sig upp frá því að vera liðléttingur upp í að stýra sínu eigin skipi. En skipið fórst og Slocum neydd- ist til að draga fram lífið í tvö ár með vinnu í skipasmíðastöð í Boston. Svo, árið 1892, gaf skipstjóri á hvalveiði- skipi honum litla, gamla slúppu sem hét Spray. Spray var 1 lélegu ásig- komulagi, hafði legið sjö ár á fjöru- kambi, og Slocum sór þess eið að gera fleytunni nýjan kjöl og byrðing. Eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.