Úrval - 01.01.1982, Síða 93
DRAUGASKIP
91
þrettán mánaða strit var Spray svo
gott sem nýtt, ef ekki betra. Þá tók
Slocum til handargagns gamla doríu
og breytti henni í björgunarbát fyrir
Spray. Síðan skipaði hann birgðum
og búnaði um borð og 1. júlí 1895
lagði hann upp frá Yarmouth í
Massachussetts í siglingu umhverfís
jörðina.
Þetta var einmanaleg ferð, jafnvel
fyrir viljasterkan mann eins og Joshua
Slocum. Hann hafði ofan af fyrir sér
með því að kalla spurningar til
ímyndaðrar áhafnar, aðallega um
hvernig ferðin gengi, og svara sér
sjálfur: ,,Allt vel, herra, allt vel!”
Auðvitað hafði hann endrum og eins
samskipti við fólk — sérstaklega á
eynni Fayal í Azoreyjaklasanum þar
sem hann fékk sérlega góðar viðtökur
og margar gjafír: mikið af ferskum
ávöxtum og gríðarstóran, hvítan ost.
Ung kona bauðst til þess að koma
með honum fyrir lítið kaup og sjá um
matreiðslu og þess háttar um borð.
Slocum afþakkaði það kurteislega og
lagði af stað til Glbraltar.
En svo freistandi voru krásirnar sem
fólkið í Fayal gaf honum að fyrsta
daginn í hafí gerði Slocum fátt annað
en kýla vömbina. Það er varla að
undra að þessi langvarandi veisla með
plómum og hvítum osti fór ekki vel í
maga heldur leiddi til voðalegra
krampaverkja 1 maga. Meðan Slocum
barðist þannig við magaverkina tók
að hvessa. Hann skreiddist við illan
leik upp á þilfar til að rifa seglin. Að
því búnu batt hann stýrið fast og
komst einhvern veginn aftur í klefa
sinn þar sem hann lá á gólfínu og
engdist sundur og saman af kvölum.
Loks féll hann í ómegin.
Þegar hann kom til sjálfs sín aftur
skoppaði Spray eins og korktappi á
öldunum. Slocum vissi að hann yrði
að taka stýrið en eins og ástatt var
fyrir honum virtist einsýnt að hann
hefði ekki krafta til þess. En hann
skreiddist samt upp. Þegar þangað
kom sá hann sér til undrunar að við
stýrið sat hávaxinn, ókunnur maðurí
framandi klæðum. Sá ókunni tók
þegar ofan og brosti eins og ekkert
væri sjálfsagðara en að hann væri
þarna og kynnti sig sem stýrimanninn
af Pinta, einu skipanna sem lagði upp
í flota Kólumbusar í leit að vestur-
leiðinni í ágúst 1492, rúmum fjórum
öldum fyrr. Hann sagði Slocum að
fara aftur til klefa síns og hvílast,
hann skyldi stýra Spray.
Slocum var svo veikur og aðfram-
kominn að hann gat ekki hugsað
skýrt. Þess vegna þótti honum þetta
ekkert skrýtið heldur þáði boðið með
þökkum og bað þessa hjálparhellu
sína að vera kyrra um borð til næsta
dags. Sá framliðni svaraði með glað-
klakkalegu brosi og lét þess getið að
það væri aldrei skynsamlegt að borða
saman plómur og ost — eða yfirleitt
nokkurn tíma hvítan ost án þess að
þekkja gjörla uppruna hans.
Og Spray komst klakklaust til
Gíbraltar.
Johansen frá Liverpool varð fyrir
áþekkri reynslu árið 1900 á ferð sinni