Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 94

Úrval - 01.01.1982, Qupperneq 94
92 ÚRVAL frá Gíbraltar til Ameríku. Hann var aðeins með fjórtán ára syni sínum á ferð. Þeir voru á litlum, opnum segl- báti, Lottu. Ekki löngu eftir að ferðin hófst fengu þeir viku byrleysi. Að morgni áttunda dagsins lágu þeir feðgar og sóluðu sig, sonurinn sof- andi. Allt í einu heyrði Johansen rödd ,,sem kom með einhverja athugasemd”, þótti honum. Hann litaðist um en sá engan nema sofandi drenginn. Þetta var bara ímyndun, hugsaði hann. Svo heyrði hann aðra rödd — og fleiri raddir sem skröfuðu saman á máli sem Johansen þekkti ekki. Þá vaknaði pilturinn og heyrði þetta ásamt föður sínum. Þeim þótti þetta meira en einkennilegt en fundu enga skýringu. Tveimur dögum eftir þennan atburð skall á stormur meðan unglingurinn sat við stýri. „Slepptu fokkunni!” kallaði pabbi hans. En drengurinn var reynslulaus og áttaði sig ekki á viðeigandi handbrögðum, svo hann sleppti stýrinu til að gera það sem fyrir hann var lagt. Báturinn snerist þegar í stað þvert á báruna. Þarna skapaðist snögg hætta en það var eins og beðið hefði verið eftir merki: í sama bili birtust fjórir svipir á bátnum. Einn þeirra greip stýrið og rétti bátinn aftur af. Hann stýrði alla nóttina — ókunnugleg vera í grófum, frum- stæðum klæðum með járngadd niður úr skálminni þar sem vinstri fóturinn hefði átt að vera. Hann og félagar hans töluðu án afláts til Johansen- feðganna sem skildu ekki stakt orð en það leyndi sér ekki að þeir voru mjög vinsamlegir og vildu feðgunum vel, svo þeir fóru bara að sofa; sáu að Lotta var í góðum höndum. Þegar dagur reis hvarf þessi draugaáhöfn. Næsta kvöld kom hún aftur og það varð ekki betur séð en hún gæfi merki til annarra farkosta sem Johansen- feðgar sáu ekki. En Johansen hafði áhyggjur af þyngd þeirra (ef þeir hefðu þyngd) frammi í bátnum og sendi son sinn fram í til að biðja þá að færa sig aftur í. En þegar pilturinn færði sig í átt til þeirra hurfu þeir og komu aldrei aftur. Johansen var harðger maður, grandvar og laus við trúgirni. Hann skýrði frá þessum atburðum, sem gerðust 30. og 31. ágúst 1900, þannig að enginn efi var á að hann var að segja blákaldan sannleika eins og hann kom honum fyrir sjónir. Enn nær okkur í tíma er undarlegt atvik sem kom fyrir breskan kafbát í fyrri heimsstyrjöldinni. Einn vinsæl- asti kafbátsforinginn í ákveðinni kaf- bátastöð á suðausturströndinni var Ryan — raunar ekki hans rétta nafn heldur dulnefni sem skrásetjari sögunnar árið 1919 gaf honum. Þetta var kátur og myndarlegur maður, glæsilegur í útliti og vinsæll og það varð almenn sorg þegar kafbáturinn hans skilaði sér ekki úr einni eftirlits- ferðinni meðfram ströndum Hollands. Annaðhvort höfðu Þjóð- verjar sökkt honum eða eitthvert slys hafði hent því hann átti að vera þrjár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.