Úrval - 01.10.1982, Síða 9
BÚDDHA BLHSSÁR VIÐSKIPTIN
honum I þetta skipti. Aðstoðarmaður
hans strengdi heigan þráð frá styttu
Luang Poo Tuad og í allmarga bíla
sem stóðu fyrir utan. Chalor gekk frá
einum til annars og muldraði í barm
sér bænir og danglaði svo í bílana og
myndaði þríhyrninga úr níu hvítum
punktum.
Eg ákvað að biðja Chalor að athuga
heilsufar mitt. Ég sat með krosslagða
fætur fyrir framan hann en hann hélt
peningi upp að öðru auganu og starði
í gegnum hann og inn í sjálfan mig.
Síðan kvað hann upp úrskurð sinn:
,,Það er ekkert að þér — ekki nema
það að þú vinnur of mikið og reykir
líka of mikið.”
Þessi athugasemd hans um reyk-
ingarnar hitti í mark og Udom stakk
upp á því að við gengjum á fund
Chamroon Parnchand, Búddha-
munks sem leggur fyrir sig að lækna
eiturlyfjasjúklinga. Það gerir hann
með jurtum sem vaida uppköstum og
hótunum um eilífa útskúfun ef þeir
talla aftur í sama pyttinn. Maðurinn
er einnig þekktur í Thailandi fyrir að
hafa hjálpað reykingamönnum við að
losna úr viðjum reykinganna.
Klaustrið sem Parnchand heldur til í
er í Saraburi-héraðinu, um 120 kíló-
metra norðaustur af Bangkok.
Þangað ókum við næsta dag.
Chamroon hét að iækna mig ef ég
vildi í reyndinni sjálfur hætta að
7
reykja. Hann skipaði mér að setjast
fyrir framan sig og þuldi yfir mér ein-
hverja rullu á thailensku. Ég át orðin
upp eftir honum án þess að skiija
hvað þau þýddu. Fljótlega fór ég að
finna fyrir töfraáhrifunum þarna sem
ég sat í herberginu en loftið var
mettað af þungum reykelsis- og
blómaiimi. Ég reis stirðíega á fætur,
þegar athöfninni var lokið, og vonaði
að þetta hefði haft áhrif. Það hafði
það líka — í um það bil þrjár klukku-
stundir á leiðinni heim aftur.
Þegar við námum staðar til þess að
borða kvöldmatinn náði ég mér
ósjálfrátt í sígarettu. Udom hnyklaði
brúnirnar: ,,Sjáðu nú til,” útskýrði
ég fyrir honum hálflamaður, , ,þessi
hótun um eilífa útskúfun hefur ekki
áhrif á mig vegna þess að ég trúi ekki
á Búddha.” Udom hélt áfram að
hnykla brúnirnar.
Það gerðist svo næsta dag í Bang-
kok að strætisvagn ók á leigubílinn
sem ég sat í. Þegar ég sagði Udom frá
slvsinu sagði hann grafalvarlegur:
, ,Þetta var viðvörun. ’ ’
★
Stanley Karnow hefur starfað lengi sem
blaðamaður í Austurlöndum t'jær og verið ^cr-
stakur fréttaritari fyrir The Observer frá 1961
til 1965. Um þessar mundir starlar hann í
Washington. Hann hefur ritað tvter bækur,
Southeast Asia og Mao and China: Hrom
Revolution to Revolution.