Úrval - 01.10.1982, Side 11
HÁSKALEG SÓKN EVRÓPU í SÍBERÍUGAS
9
NATO. Næst á eftir sundurþykkj-
unni sem varð vegna nauðsynlegrar
endurnýjunar á miðdrægum kjarn-
orkubúnaði tii að vega upp á móti
hervæðingu Sovétríkjanna hefur deil-
an um gasleiðsluna undirstrikað vax-
andi — og háskalegan — mun á
amerískum og evrópskum viðhorfum
gagnvart Sovétríkjunum.
Öhemju mikili kostnaður við fram-
kvæmdirnar — áætlaður 10 milljarðar
dollara — þýðir mesta peningastreymi
milli Austurs og Vesturs sem um
getur. Verkfræðihlutinn er tröllvax-
inn. Gaslindirnar í Vestur-Síberíu eru
á túndrusvæðum beggja vegna heim-
skautsbaugs. Frostið í jörðu nær þar
niður á 305 metra dýpi. Á tíu mánaða
vetrinum fer það stundum niður í -54
gráður á Celcius og breytir venjuleg-
um fatnaði í brynjur og klippir
málmteina í sundur eins og tann-
stöngla. Leiðslan verður gerð úr nærri
fjórum milljónum tonna af rörum,
sem eru 1,42 m í þvermál, og verður
meira en fjórum sinnum lengri en
olíuleiðslan frá Alaéka.
Sovétmenn eru í engum vafa um
eigin hagsmuni 1 þessari framkvæmd.
Á 26. flokksþingi Kommúnista-
flokksins sagði Leóníd Bresnéf, forseti
Sovétríkjanna: ,,Hröð aukning á
framleiðslu á Síberlugasi tekur efna-
hagslega og stjórnmálalega séð öllu
öðru fram.”
Gasauðæfí Sovétríkjanna — um 34
billjón rúmmetrar — eru þriðjungur
af gasi sem vitað er um í heiminum.
Jarðgas, sem menn skiptu sér lítið af
vegna olíunnar fyrr en á 8. áratugn-
um, er nýorðið Ijós punktur í hnign-
andi efnahag Sovétríkjanna. Sovésk
olíuframleiðsla fer minnkandi en gas-
framleiðsla mun aukast um 130% á
þessum áratug. Rússarnir koma þvl
árið 1984 til með að fara fram úr
Bandaríkjamönnum sem nú fram-
leiða mest gas í heiminum.
Sovétmenn eru nú þegar stærstu
gasútflytjendur í heiminum. Evrópa
fær 12 % gasþarfar sinnar fullnægt frá
Sovétríkjunum og sú tala mun nærri
tvöfaldast með leiðslunni og við bæt-
ast 16 milljarðar rúmmetra á ári.
Lönd eins og Vestur-Þýskaland og
Frakkland verða þá háð Sovétríkjun-
um með 30% afgasnotkun sinni.
Og þar byrja vandræðin. Samning-
urinn, það er að segja óheillaskrefið
þegar vestur-þýsk fyrirtæki undirrit-
uðu fyrstu skilmálana við lok opin-
berrar heimsóknar Bresnéfs til Þýska-
lands, eykur verulega á hve Evrópa er
í orkumálum háð landi sem er helsta
ógnun friðar í álfunni. í Capitol Hill
undirrituðu 45 þingmenn í júní í
fyrra mótmælabréf til Reagans forseta
þar sem framkvæmdunum var lýst
sem „ótvíræðri ógnun við öryggi
Vesturlanda’ ’.
En á efnahagsmálaráðstefnunni í
Ottawa í júlí á síðasta ári varð Reagan
lítið ágengt með evrópska leiðtoga
þegar hann lét áhyggjur sínar vegna
málsins í ljós. Seinna sendi Reagan
sérfræðinga til Evrópu til að benda á
aðra kosti en leiðsluna. Þýski fjár-
málaráðherrann, Otto Lambsdorff,