Úrval - 01.10.1982, Page 34

Úrval - 01.10.1982, Page 34
32 ÚRVAL um Parísarborgar gjörsamlega á óvart með leiftri og fjöri. Fólk vissi hrein- lega ekki hvernig það átti að taka henni en tónlistarmenn vissu það. Stravinsky hafði fært út möguleika hljómsveitarinnar í það óendanlega. Fyrir sýningarárið 1913 í París færði Stravinsky Djaghílev verkið Vor- blótið, ballett um hátíð vorsins 1 heiðnum sið. Þar segir frá ungri stúlku sem fremur fórnardans fyrir dauðann. Hann var í engu samræmi við hefðbundið, þegjandi samkomu- lag; hann var frumstæður, ruglings- legur og opinská ástarlýsing. í stuttu máli; langt á undan sinni samtlð og féll eins og sprengja á hana þetta eft- irminnilega kvöld í maí. Hrópin byrjuðu tveimur mínútum eftir að tjaldið reis. Brátt hófu áheyr- endur að kasta ýmsu lauslegu í dans- arana. Þegar svo mótmælendur og ör- fáir fylgismenn ballettsins létu hendur skipta þusti lögreglan - inn og tók þá hneyksluðustu með sér. En mótmælin héldu áfram og — þótt ótrúlegt sé — sýningin líka. í lokin hafði þó tónskáldið flúið og reikaði óhuggandi um götur Parísar. Blaðið Le Figaro afneitaði tónlist- inni og kallaði hana , ,fyrirhafnar- mikla, barnalega viilimennsku”. Rit- höfundurinn Jean Cocteau lýsti verk- inu hins vegar sem ,,einum göfugasta viðburði listasögunnar”. Síðari tlma gagnrýni hefur lýst því sem fallegasta og djúphugsaðasta tónverki tuttug- ustu aldarinnar. Stravinsky giftist frænku sinni, Catherine Nossenkí, árið 1906. Þau áttu tvo syni og tvær dætur. Fjöl- skyldan lifði fjörugu og tilbreytingar- ríku llfí. Hún var á þeytingi milli St. Petersburg, sumarhúss í Úkraínu og fjölda leiguhúsa í Sviss og á frönsku Rivierunni. Stravinsky-fjölskyldan var í Sviss sumarið 1914 þegar þessi unaðstilvera tók enda. Fyrri heims- styrjöldin var skollin á. Þetta sama ár fékk Catherine berkla. Rússneska byltingin svipti Stravinsky heimili sínu og mörgum bindum handrita, sem áttu að vera uppistaða fyrir verk hans í framtíð- inni, ásamt tekjum frá föðurlandinu. Stravinsky hélt áfram að vinna með „víggirtri beiskju”, eins og hann sjálfur sagði. En rétt í þann mund er tónlistarheimurinn var orðinn sáttur við snilldarverk hans í ballett skipti hann yfir í harðan, nýjan stíl sem hann nefndi ,,nýklassík” (neo- classicism). í þetta sinn var ráðist að honum af framúrstefnumönnum sem ásökuðu hann um að yfirgefa þá. Stravinsky hélt ótrauður áfram við að plægja nýjan akur. Síðan kom veturinn 1938—39- Áður en fjórir mánuðir voru liðnir af þeim vetri höfðu bæði Ludmila dóttir hans, þrítug að aidri, og kona hans látist úr berklum. I júní lést svo móðir hans einnig. Þetta var einn endirinn í viðbót — og ein byrjunin. í septem- ber þetta ár, 1939, nokkrum dögum eftir að síðari heimsstyrjöldin hófst, sigldi Stravinsky, 38 ára gamall, til Bandaríkjanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.