Úrval - 01.10.1982, Síða 34
32
ÚRVAL
um Parísarborgar gjörsamlega á óvart
með leiftri og fjöri. Fólk vissi hrein-
lega ekki hvernig það átti að taka
henni en tónlistarmenn vissu það.
Stravinsky hafði fært út möguleika
hljómsveitarinnar í það óendanlega.
Fyrir sýningarárið 1913 í París færði
Stravinsky Djaghílev verkið Vor-
blótið, ballett um hátíð vorsins 1
heiðnum sið. Þar segir frá ungri
stúlku sem fremur fórnardans fyrir
dauðann. Hann var í engu samræmi
við hefðbundið, þegjandi samkomu-
lag; hann var frumstæður, ruglings-
legur og opinská ástarlýsing. í stuttu
máli; langt á undan sinni samtlð og
féll eins og sprengja á hana þetta eft-
irminnilega kvöld í maí.
Hrópin byrjuðu tveimur mínútum
eftir að tjaldið reis. Brátt hófu áheyr-
endur að kasta ýmsu lauslegu í dans-
arana. Þegar svo mótmælendur og ör-
fáir fylgismenn ballettsins létu
hendur skipta þusti lögreglan - inn og
tók þá hneyksluðustu með sér. En
mótmælin héldu áfram og — þótt
ótrúlegt sé — sýningin líka. í lokin
hafði þó tónskáldið flúið og reikaði
óhuggandi um götur Parísar.
Blaðið Le Figaro afneitaði tónlist-
inni og kallaði hana , ,fyrirhafnar-
mikla, barnalega viilimennsku”. Rit-
höfundurinn Jean Cocteau lýsti verk-
inu hins vegar sem ,,einum göfugasta
viðburði listasögunnar”. Síðari tlma
gagnrýni hefur lýst því sem fallegasta
og djúphugsaðasta tónverki tuttug-
ustu aldarinnar.
Stravinsky giftist frænku sinni,
Catherine Nossenkí, árið 1906. Þau
áttu tvo syni og tvær dætur. Fjöl-
skyldan lifði fjörugu og tilbreytingar-
ríku llfí. Hún var á þeytingi milli St.
Petersburg, sumarhúss í Úkraínu og
fjölda leiguhúsa í Sviss og á frönsku
Rivierunni. Stravinsky-fjölskyldan var
í Sviss sumarið 1914 þegar þessi
unaðstilvera tók enda. Fyrri heims-
styrjöldin var skollin á.
Þetta sama ár fékk Catherine
berkla. Rússneska byltingin svipti
Stravinsky heimili sínu og mörgum
bindum handrita, sem áttu að vera
uppistaða fyrir verk hans í framtíð-
inni, ásamt tekjum frá föðurlandinu.
Stravinsky hélt áfram að vinna með
„víggirtri beiskju”, eins og hann
sjálfur sagði. En rétt í þann mund er
tónlistarheimurinn var orðinn sáttur
við snilldarverk hans í ballett skipti
hann yfir í harðan, nýjan stíl sem
hann nefndi ,,nýklassík” (neo-
classicism). í þetta sinn var ráðist að
honum af framúrstefnumönnum sem
ásökuðu hann um að yfirgefa þá.
Stravinsky hélt ótrauður áfram við að
plægja nýjan akur.
Síðan kom veturinn 1938—39-
Áður en fjórir mánuðir voru liðnir af
þeim vetri höfðu bæði Ludmila dóttir
hans, þrítug að aidri, og kona hans
látist úr berklum. I júní lést svo móðir
hans einnig. Þetta var einn endirinn í
viðbót — og ein byrjunin. í septem-
ber þetta ár, 1939, nokkrum dögum
eftir að síðari heimsstyrjöldin hófst,
sigldi Stravinsky, 38 ára gamall, til
Bandaríkjanna.