Úrval - 01.10.1982, Qupperneq 40
38
ÚRVAL
draga vélarnar fjórar til baka niður að
Kalfrana-bátalæginu, sárgramir, taka
þær í sundur og pakka þeim niður í
kassa að nýju. Maynard notaði alian
sinn sannfæringarkraft til að koma
fiotastjórninni í skilning um nauðsyn
þess að hafa vélarnar kyrrar á Möltu.
betta hreif. Gefin var fyrirskipun
um að taka tvíþekjurnar upp úr köss-
unum að nýju. í þctta skipti tók það
Collins og menn hans ekki nema
hálfan annan dag að setja þær saman
og draga þær til baka tii Hal Far.
Þegar þessar litlu en sterkbyggðu
flugvélar hófu sig til flugs á ný til að
taka upp þráðinn þar sem frá var
horfið í æfíngum fyrir loftbardaga
sneri Fred Dimmer undirforingi sér
að mönnum sínum, sem unnið höfðu
við vélarnar, og sagði: , ,Við vorum að
vísu gripnir með allt á hælunum en
við fengum þó tækifæri. ’ ’
Prófraunin átti sér stað kl. 6:49
morguninn sem Mussolini lýsti yfír
strfði. Tíu ítalskar Savoia Marchetti
79 sprengjuvélar birtust yfír Valletta
og Gladiator-vélarnar þustu á móti
þeim. En vankantar þeirra komu strax
í ljós. Þegar þær höfðu náð þeirri hæð
sem þurfti til að gera árás höfðu
sprengjuflugvélarnar kastað farmi sín-
um á skipakvína Grand Harbour og
voru að snúa við í áttina til Sikileyjar.
Um leið og Burges tókst að miða
byssum sínum á stél einnar sprengju-
véiarinnar stakk hann sér og lét skot-
hríðina dynja úr fjórum 303 vélbyss-
um. En þótt hann sæi kúiurnar hittaí
mark hélt óvinaflugvélin áfram. Og
þar sem Burges hafði nú tapað þeirri
hraðaaukningu sem vannst við að
steypa sér í byrjun var tvíþekja hans
úr leik til að gera aðra árás.
Við lendingu beið Maynard flug-
mannanna til að ræða frekar aðferðir
sem nota mætti. Og það var þá sem
Jock Martin kom með óþægilega
uppástungu. Gladiator-vélarnar gátu
því aðeins komið að notum að þær
gætu komist upp fyrir sprengjuflug-
vélarnar, sem voru hraðfleygari, og
ráðist á þær um leið og þær birtust. Ef
flugmennirnir væru tiibúnir í stjórn-
klefunum, og viðbúnir til flugtaks
samstundis, í stað þess að hlaupa um
borð og undirbúa flugtak, gætu þeir
sparað heila mínútu. „Þessi
mínúta,” sagði Martin, ,,nægir til að
klifra 2000 fet — það gerir gæfumun-
inn.”
Þar sem þeir voru of fáliðaðir til að
vera á stöðugri vakt frá kl. fimm á
morgnana til kl. átta að kvöldi þann
tíma sem dagsbirtu naut skiptu þeir
með sér vöktum — fjögurra tíma vakt
— fjögurra tima hvíld. Tilhugsunin
um að þurfa að vera einangraður í
fjórar klukkustundir, bundinn niðurí
þröngan stjórnklefann í steikjandi
Miðjarðarhafssólinni, var ógnvekj-
andi. En allir voru sammála um til-
högunina.
En nú vissu áhafnir ítölsku
sprengjuflugvélanna að þær áttu
Gladiator-tvíþekjunum að mæta.
ítalirnir mættu því til leiks með 30
öflugar orrustuvélar til varnar
sprengjuflugvélum sínum. Þrátt fyrir