Úrval - 01.10.1982, Side 44
42
ÚRVAL
uppgötvaði, þegar hann var að fara
frá Möltu í júlímánuði 1941, að hann
hafði ekki haldið neina dagbók um
afreksverk þeirra. — ,,Það virtist ekki
hafa neinn tilgang þá,” sagði hann,
„okkurdatt ekki í hug að við mynd-
um lifa þetta af. ”
En þessir sjö flugmenn og allir
hinir sem héldu Gladiatorunum flug-
hæfum gleymast ekki. Enda þótt
flugvélarnar eyðilegðust allar um
síðir, ýmist í orrustu eða vegna
sprengjukasta, fannst flak einnar
slðar í yfirgefinni grjótnámu. Það
nægði Fred Dimmer svo að hann gat
endurbyggt hana. Hinn 3. september
1943, þegar hann hafði verið gerður
að deildarforingja, stóð hann ásamt
konu sinni á svölum, sem vissu að
Palace Square í Valletta, og horfði
stoitur á hvar varaflugmarskálkurinn,
Sir Keith Park, stóð 1 ræðustól á torg-
inu og afhenti Möltubúum flug-
vélina.
Við þessa athöfn sagði lögreglu-
stjórinn, Sir George Borg, um leið og
hann tók við henni: ,,Þessi flugvél
mun ávallt minna okkur á þakklætis-
skuld sem við landsmenn eigum
breska flughernum að gjalda. ’ ’
Nú stendur síðasti Gladiatorinn í
Valletta Museum. Nafnið hæfir þeirri
vél vel. Það er sú sem kölluð var Trú.
★
Konan mín, sem er forskólakennari, þurfti að nota hluta matar-
tímans til að fara yfír verkefni í skólastofunni. Nokkur barnanna voru
þar líka og áður en hún hafði setið þar lengi fóru þau að sýna henni
myndir og ýmislegt annað. Eftir nokkrar slíkar truflanir sá hún að
hún kæmist ekkert áfram með það sem hún þurfti að gera svo að hún
sagði:
,,Það er voðalega erfitt fyrir mig að vera að vinna þegar þið þurfíð
að sýna mér svona margt skemmtilegt. Mig langar að biðja ykkur að
hjálpa mér til að þykjast ekki vera hérna.
Um stund fékk hún frið, en að lokum kom lítil stúlka að borðinu
hennar.
, ,Ég er ekki hér í alvöru, ’ ’ hvíslaði konan mín að henni.
,,Ég veit,” hvíslaði sú stutta til baka. ,,Þetta er handa þér þegar þú
kemur aftur.” Svo lagði hún súkkulaðiköku á borðið hjá henni. q p.