Úrval - 01.10.1982, Page 51
49
Vinur litli var í sannleika mjög einstakur köttur og það
var ástœða fyrirþví. . . .
KÆRLEIKURINN
VINNUR MIKIÐ
—Jo Coudert —
v&vKvKvK-vK AÐ VAR hlýjan ágúst-
dag að hundurinn minn
j. fann fjóra nýfædda, yfir-
^ gefna kettlinga inni í
6 háu grasinu sem óx við
*
*
*
*
Þ
þjóðveginn. Þegar ég kom heim með
þessar litlu verur í höndunum, sagði
Mike, maðurinn minn, ákveðinn:
, ,Ekki fleiri dýr. ’ ’ Ég var svo sem ekk-
ert hissa því vesalings Mike varð þá
þegar að þola hundinn minn og þrjá
ketti.
,,Ég hef þá bara þar tii þeir verða
nógu stórir til að bjarga sér sjálfir,”
lofaði ég. Mike var vantrúaður. ,,Ég
lofa því, upp á æru og trú,”
fullvissaði ég hann.
Ég útbjó hlýtt ból handa þeim
með því að fóðra körfu að innan með
gömlum teppisbút. Svo fór ég út til
að kaupa pela. ,,Þú getur ekki haldið
lífi í svona ungum kettlingum,”
sagði afgreiðslumaðurinn við mig.
Það gat vel verið, en ég fór heim tii að
reyna það.
Eftir nokkrar misheppnaðar
tilraunir drukku þeir gráðugt volga
mjólkina úr pelunum. Fjórum
sinnum um nóttina skreið ég fram úr
rúminu til að gefa þeim. Næsta
morgun óskaði ég sjálfri mér til
hamingju með að þeir væru orðnir
dálítið sterkari og dálítið stærri.
En síðar þann dag fann ég að eitt-