Úrval - 01.10.1982, Page 56
54
ÚRVAL
sárindin yfir missi Vinar voru léttari,
mundi ég eftir tilrauninni minni og
heimsótti hina kettlingana sem nú
voru orðnir fullorðnir. Ferskja var sæt
og blíð. Perla var hvumpin og
óvinsamleg. Brandur faldi sig mest
undir rúmunum. Bara Vinur hafði
verið einstæður vegna gáfna og
elskulegs, opinskás eðlis. Kær-
leikurinn hafði leyst úr læðingi mátt
til að næra, til að blessa og til að
gleðja eins og tilraun mín hafði
miðast við. En það var Vinur sem
kenndi okkur að þegar maður veitir
ást þá fær maður eitthvað sérstakt í
staðinn. ★
Vinnufélagi minn var svo ólánssamur að fá óstöðvandi hiksta
meðan hann beið í biðröð í bankanum eftir að að honum kæmi. Þeg-
ar hann komst loksins að lúgu gjaldkerans hafði hikstinn magnast um
allan helming.
Gjaldkerinn tók við ávísun mannsins og athugaði stöðu reiknings
hans. Eftir stutta stund leit stúlkan upp þung á svip og sagði:
,,Mér þykir fyrir því, herra minn, en tölvan sýnir að inneign þín er
ekki nóg fyrir ávísuninni. I sannleika sagt þá skuldarðu fimm þúsund
dollara.’”
„Þetta getur ekki verið,” hrópaði maðurinn. ,,Þú ert að gera að
gamni þínu! ’ ’
,,Já, reyndar,” svaraði stúlkan um leið og hún brosti og leysti út
ávísunina. ,,Og taktu eftir því að þú ert laus við hikstann. ”
— A.R.T.
Lögreglumaður á fjölförnum ferðamannastað hóf sunnudag nokk-
urn radarmælingar á stað þar sem ökumenn höfðu iðulega ekið of
hratt. En nú brá svo við þennan júlídag að allir óku á skikkanlegum
hraða og sumir hlógu innilega þegar þeir óku fram hjá honum.
Eftir að svona hafði gengið alllangan tíma fór lögreglumaðurinn að
athuga sinn gang og fann handan við næstu beygju ungling sem hélt
á skilti sem á stóð stórum stöfum — RADARMÆLINGAR. Hann tók
unglinginn upp í bílinn með sér, sneri við og ók að næstu beygju þar
sem hann fann félaga unglingsins sem hélt þar á öðru skilti sem
áletrað var ÞÓKNUN. í fötu við fætur hans voru rúmar þrjú hundruð
krónur í margs konar mynt.
U.S.