Úrval - 01.10.1982, Blaðsíða 107
ORLÁ GÁSWND
105
hafði ég glatað getunni til að hugsa.
Varðmennirnir voru farnir að tæta
sundur hvaðeina í herberginu með
ofsa sem lamaði mig. Fyrst datt mér
í hug að þetta væri leit en ég heyrði
aðeins þegar vefnaður var rifinn og
harðara efni brotið.
Hendurnar á mér skulfu eins og á
riðusjúklingi. Hægri handleggurinn
var orðinn svo ógnarlega þungur að
ég gat ekki haldið honum að veggn-
um lengur.
,,Dastet balal" öskraði einn
varðanna. ,,Upp með hendur!”
Hann keyrði byssuna í bakið á mér.
Skothylki datt skröltandi á gólfið.
Hafði ég verið skotinn? Það skipti
ekki máli lengur. Eg var feginn að
þessu var lokið. Hugur minn var sem
auður og líkaminn magnþrota. Eftir
það sem virtist heil eilífð var okkur
skipað inn í herbergið aftur. Ég
þumlungaði mig að dyrunum eins og
barn sem tekur sín fyrstu spor.
Herbergið var í rúst. Ég svipaðist
um eftir myndunum af Barböru og
börnunum sem höfðu fleytt mér
gegnum marga erfiða stundina.
Margar af þeim sem höfðu mest gildi
fyrir mig, þar á meðal brúðkaups-
myndin, voru horfnar. Laufið mitt
var einnig horfið úr bókinni og ég
þrábað — árangurslaust — um að fá
það aftur.
Seinna frétti ég að einn okkar
hefði reynt að fyrirfara sér. Verðirnir
voru að leita að hverju því sem hinir
kynnu að geta notað til að stytta sér
aldur.
Þegar sjúkdómur minn skánaði
svo að ég gat farið að hugsa eitthvað
gerði þessi sjálfsmorðstilraun mér ljóst
að sumir gíslanna þjáðust meira en
ég. Það var sama hve illa mér leið
lfkamlega, ég fylltist aldrei að kalla
þeirri örvæntingu sem kemur
mönnum til að reyna að farga sér.
Jafnvel þegar ég vonaði að ég fengi að
deyja hvarflaði aldrei að mér að gera
það sjáifur.
Vinsældir
Barbara:
Þegar jólin nálguðust gerðum við
okkur grein fyrir því að ekkert gekk í
þá áttina að fá gíslana lausa. Ég fann
að innanríkisráðuneytið var farið að
óttast að fjölskyldur einhverra gíslanna
myndu fara að gagnrýna tök stjórnar-
innar á málinu. Það var kominn tími
til að fara að róa ,,móðursýkina”,
eins og einn forsvarsmanna
ráðuneytisins orðaði það. Fundur var
fyrirhugaður og farmiði til
Washington og aftur heim sendur
hverri fjölskyldu.
Fundinn átti að halda í húsa-
kynnum innanríkisráðuneytisins sem
var nóg til að gera mig taugaóstyrka.
Ég hafði alltaf átt nógu auðvelt með
að túlka sjónarmið mín fyrir Barry og
foreidra mína. En það gat tekið mikið
á mig að hitta nýtt fólk, sérstaklega
þegar þeir samfundir voru að e!n-
hverju leyti opinberir.
Ég hafði meistaragráðu í kennslu
og talsverða kennslureynslu. Ég var
þrítug móðir tveggja barna og