Úrval - 01.10.1982, Page 111

Úrval - 01.10.1982, Page 111
ÖRLA GA STUND 109 Carter forseti hafði heitið að beita ekki hervaldi. Þrátt fyrir þær áhyggjur sem komu mér til að taka þátt í þess- ari Evrópuferð hafði ég aldrei almennilega trúað því að hann myndi reyna að beita þvílíku valdi. Nú hafði hann gert það, og átta menn lágu dauðir í íranskri auðn. Ég hélt til Parísar þar sem Louisa, Pearl og Jeanne biðu mín, allar jafn- miður sín og ég. Snemma næsta morgun fórum við með lest til Luxemborgar, höfuðstöðva Efnahags- bandalags Evrópu. Jeanne Queen til- heyrir rússneskum órtódoxsöfnuði, Pearl Glacinski er únttari, Louisa Kennedy episcopalíi og ég kaþólsk. En allar fórum við til messu sem haldin var fyrir gíslana í hinni magn- þrungnu, kaþólsku dómkirkju í Luxemborg. Móðir Barrys hafði látið kerti loga á kertaaltarinu sínu allt síðan hann var handtekinn. Móðir mín sótti messu hvern morgun og amma fór með bænir allan daginn. En ég hafði hætt að sækja kirkju þegar ég gifti mig og fannst ég ekki geta farið að byrja á því upp á nýtt þegar Barry var í háska staddur. Ég hafði engan rétt til að biðja um neitt mér til handa eftir að hafa vanrækt trú mína meðan allt lék í lyndi. Nú var ég umlukt því besta sem kirkjan á, hlýhug og huggun. Messan varð mér lífsviðburður og ég fann mig knúna til að ganga til altaris í fyrsta sinn í mörg ár. Margir í söfnuðinum kepptust um að taka í hendur okkar með tárin í augunum. Mér flaug í hug hvort alltaf myndi þurfa átaka- tíma til að vekja trúarþörfina í mér. Þessi messa kom okkur til að finnast við vera í sannkailaðri friðarferð — sem ekki takmarkaðist aðeins við íran heldur tengdist einhverju mikiu eldra og víðtækara. Þungbærar fréttir Barry: Við herbergisféiagarnir álitum það hafa verið að morgni 25. apríl að vörður kom þjótandi inn í herbergið og gelti: „Pakkið saman!” Þetta var upphafið að brottflutningnum frá Teheran, æðisgengnari ringulreið en nokkur sem á undan hafði farið. Það var sífellt verið að flytja okkur í heilan mánuð. Fyrst til Qum, þar sem við vorum hafðir 1 litlu herbergi sem við kölluðum hvítu holuna. Síðar vorum við fluttir suður á bóginn I það sem við kölluðum brúnu holuna, síðan aftur til Qum og bleiku hallar- innar. Þar bættust í hópinn Thomas Schaefer, fulltrúi úr flughernum, sjó- liðsforingi að nafni Bob Engleman og Steve Lauterbach. Síðar var farið með okkur þessa fjóra til Teheran. Það var aðfaranótt 16. júní. Ekki var þó haldið til sendi- ráðsins heldur í gríðarstórt fangelsi, gert tii að standast ströngustu öryggiskröfur. Þegar tekið var frá augunum á mér klukkan þrjú um nóttina var ég í klefa með þremur gluggum með rammgerðum rimlum fyrir; glerið brotið úr hverjum einasta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.