Úrval - 01.10.1982, Page 114

Úrval - 01.10.1982, Page 114
112 ÚRVAL Það sem gerði vonleysi okkar meira en nokkru sinni fyrr hófst með því að okkur barst krossgáta, rifin úr banda- rísku dagblaði. Steve Lauterbach sneri henni við til að skoða sjónvarps- dagskrána sem prentuð var hinum megin. Þótt líkurnar hefðu kannski ekki verið nema ein á móti milljón var þó kynnt í þessari sjónvarpsdag- skrá heimildarmynd frá Grísaflóa um hina „misheppnuðu tilraun til að bjarga gíslunum 25. apríi sl.”! Það var eins og sprengja hefði fallið í klefanum hjá okkur. Þess vegna höfðum við verið fluttir frá Teheran með þvílíku hasti þann dag! Vonbrigðin voru mjög þungbær. Við drógum þá ályktun að ef þessi björgunartilraun hefði ekki komið til værum við kannski komnir heim núna í staðinn fyrir að hírast í þessum viðurstyggilega klefa. Allar tiiraunir til samninga hlutu að vera tilgangs- lausar nú, eftir þessa björgunartil- raun. Nokkrum vikum seinna var okkur Steve fylgt í sturtu þar sem plastpoki fyrir rusl (sem við könnuðum alltaf nákvæmlega) stóð rétt innan við dyrnar. „Stattu fyrir framan vatns- hitarann,” sagði ég, svo að hann væri fyrir linsunni á lokaða sjónvarpskerf- inu meðan ég rótaði í pokanum. í slímugum óhroðanum í pokanum fann ég snifsi af bandarísku dagblaði. I bréfi til blaðsins stóð að átta banda- rískir hermenn hefðu farist við tilraun til að bjarga gíslunum. Þegar aftur kom í klefann þurrk- uðum við blauta rifníuna yfir lampa og reyndum að skilja þessa hrikalegu og óljósu frétt en Bob Engelman stóð vörð við dyrnar á meðan. Bandarlskir hermenn höfðu farist við að reyna að bjarga okkur? Hvernig? Við höfðum ekki heyrt einu einasta skoti hleypt af. Mánuðir liðu áður en við komumst að því að þessi fyrirfram dauðadæmda leiftursókn hafði ekki svo mikið sem náð til Teheran. Nú, þegar við vissum það eitt að átta menn höfðu einhvern veginn látið lífið fyrir okkur, leið okkur ömurlega. Hinn hræðilegi og endanlegi raunveruleiki var sá að fáránleg lífsreynsla okkar hafði breyst í sorgarsögu — sem var ekki einu sinni okkar eigin saga. Reiðikast Svo var að sjá sem nýja íranska þingið, sem átti að ákveða hvað um okkur yrði, hefði ekki komið saman — hefði annaðhvort verið skotið á frest eða hindrað. Við vissum ekkert og vangaveltur okkar beindust að bandarísku forsetakosningunum en verðirnir höfðu sagt okkur að Ronald Reagan ætlaði að keppa við Jimmy Carter. Kosningarnar voru haldnar á ársafmæli ófrelsis okkar. Snemma morguns 5. nóvember barði ég á klefadyrnar. Ahmad, sem nú var yfirfangavörður, svaraði. ,,Hvað er að frétta?” spurði ég. ,,Reagan þrír á móti einum,” sagði hann. ,,Ég var að frétta þetta í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.