Úrval - 01.10.1982, Page 114
112
ÚRVAL
Það sem gerði vonleysi okkar meira
en nokkru sinni fyrr hófst með því að
okkur barst krossgáta, rifin úr banda-
rísku dagblaði. Steve Lauterbach
sneri henni við til að skoða sjónvarps-
dagskrána sem prentuð var hinum
megin. Þótt líkurnar hefðu kannski
ekki verið nema ein á móti milljón
var þó kynnt í þessari sjónvarpsdag-
skrá heimildarmynd frá Grísaflóa um
hina „misheppnuðu tilraun til að
bjarga gíslunum 25. apríi sl.”! Það
var eins og sprengja hefði fallið í
klefanum hjá okkur. Þess vegna
höfðum við verið fluttir frá Teheran
með þvílíku hasti þann dag!
Vonbrigðin voru mjög þungbær.
Við drógum þá ályktun að ef þessi
björgunartilraun hefði ekki komið til
værum við kannski komnir heim
núna í staðinn fyrir að hírast í þessum
viðurstyggilega klefa. Allar tiiraunir
til samninga hlutu að vera tilgangs-
lausar nú, eftir þessa björgunartil-
raun.
Nokkrum vikum seinna var okkur
Steve fylgt í sturtu þar sem plastpoki
fyrir rusl (sem við könnuðum alltaf
nákvæmlega) stóð rétt innan við
dyrnar. „Stattu fyrir framan vatns-
hitarann,” sagði ég, svo að hann væri
fyrir linsunni á lokaða sjónvarpskerf-
inu meðan ég rótaði í pokanum. í
slímugum óhroðanum í pokanum
fann ég snifsi af bandarísku dagblaði.
I bréfi til blaðsins stóð að átta banda-
rískir hermenn hefðu farist við tilraun
til að bjarga gíslunum.
Þegar aftur kom í klefann þurrk-
uðum við blauta rifníuna yfir lampa
og reyndum að skilja þessa hrikalegu
og óljósu frétt en Bob Engelman stóð
vörð við dyrnar á meðan. Bandarlskir
hermenn höfðu farist við að reyna að
bjarga okkur? Hvernig? Við höfðum
ekki heyrt einu einasta skoti hleypt
af.
Mánuðir liðu áður en við komumst
að því að þessi fyrirfram dauðadæmda
leiftursókn hafði ekki svo mikið sem
náð til Teheran. Nú, þegar við vissum
það eitt að átta menn höfðu einhvern
veginn látið lífið fyrir okkur, leið
okkur ömurlega. Hinn hræðilegi og
endanlegi raunveruleiki var sá að
fáránleg lífsreynsla okkar hafði breyst
í sorgarsögu — sem var ekki einu
sinni okkar eigin saga.
Reiðikast
Svo var að sjá sem nýja íranska
þingið, sem átti að ákveða hvað um
okkur yrði, hefði ekki komið saman
— hefði annaðhvort verið skotið á
frest eða hindrað. Við vissum ekkert
og vangaveltur okkar beindust að
bandarísku forsetakosningunum en
verðirnir höfðu sagt okkur að Ronald
Reagan ætlaði að keppa við Jimmy
Carter. Kosningarnar voru haldnar á
ársafmæli ófrelsis okkar.
Snemma morguns 5. nóvember
barði ég á klefadyrnar. Ahmad, sem
nú var yfirfangavörður, svaraði.
,,Hvað er að frétta?” spurði ég.
,,Reagan þrír á móti einum,”
sagði hann. ,,Ég var að frétta þetta í