Úrval - 01.10.1982, Qupperneq 127

Úrval - 01.10.1982, Qupperneq 127
, GLEYMDA STRÍÐIÐ' ’ íMAROKKÓ 125 nyrstu tvo þriðju hlutana af Vestur- Sahara. Suðurhlutinn féll í skaut ná- grannaríkinu, Máritaníu. Þessi lausn reyndist ekki verða til mikils. Upphaf ósamkomulagsins var að fínna allmörgum árum áður þegar smáhópar Saharabúa skipulögðu með sér það sem í dag gengur undir nafn- inu Polisario (Popular Front for the Liberation of Saguia el Hamra and Rio de Oro). Markmið þessara sam- taka var að Vestur-Sahara yrði frjáls undir marxiskri stjórn. Hefði illa þjálfaður her Máritaníu látið betur að stjórn og hermenn Marokkó farið gáfulegar að þegar þeir reyndu að ná þarna yfirráðum hefði vel getað farið svo að hirðingjaþjóð- irnar á þessum slóðum hefðu hafnað Polisario. En Polisario var þegar farið að skipuleggja flótta íbúanna til Alsír þar sem herskáir meðlimir Reguibat- þjóðflokksins og spánskir Sahara-her- menn voru meginuppistaðan í bar- dagaliði Polisario. Þúsundir flóttamanna söfnuðust saman í búðum við Tindouf í nánd við landamærin. Þar kom Polisario upp útlagastjórn — Sahara-arabíska lýðveldinu (SADR). Yfir 40 ríki þriðja heimsins hafa nú viðurkennt SADR. Þau eru andsnúin stefnu Marokkó sem er hliðhollt Vesturveld- unum en mjög andsnúið Sovétríkjun- um. Meðal háværustu stuðnings- mannanna eru Alsír og Líbýa. Polisario varð fljótlega sterkt baráttuafl undir vernd Alsír. Liðs- menn Polisario vom vel vopnum bún- ir, ferðuðust um í Land-Rover-bílum og erfitt var að fylgjast með ferðum þeirra. Þeir réðust gegn einangruðum varðstöðvum Marokkó, gerðu árásir á flutningaleiðir Marokkó og Máritaníu og réðust inn í bæði þessi lönd. Átökin höfðu alvarlegar efnahags- legar afleiðingar fyrir Máritaníu. Svo gerðist það í júlí 1978 að herinn velti úr sessi borgarastjórn landsins sem setið hafði að völdum í 18 ár. Polis- ario færði sér þetta strax 1 nyt og lýsti yfir einhliða vopnahléi við Máritaníu sem um leið afsalaði sér öllum rétti yfir Vestur-Sahara. Marokkó stóð nú eitt uppi, skilið frá bandamönnum sínum í Sahara. Ahmed Dlimi hershöfðingi og yfír- maður Marokkó-herjanna í suðri hreinsaði til 1 bækistöðvum Polisario og safnaði óbreyttum borgurum sam- an á stöðum þar sem hægt var að veita þeim vernd. Síðan lét Dlimi reisa um 650 kílómetra langan varnargarð sem lá allt innan úr landi frá borginni Zag og að Atlantshafsströndinni suður af E1 Aaiun. Garður þessi er 3 metra hár, gerður úr mold og sandi, en fyrir framan hann er skurður, þriggja metra djúp- ur. Gaddavír og girðingar, sem raf- magn hefur verið leitt í, standa á veggnum og allt er þarna krökkt af fallbyssupöllum og byrgjum, auk þess sem jarðsprengjum hefur verið komið fyrir, og varðmenn eru þarna stöðugt á verði. Innan við þennan vegg eða varnar- garð má segja að Polisario sé ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.