Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 2

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 2
Gjöf íbúasamtaka Vesturbæjar til Reykjavíkurborgar á 200 ára afmælinu í fyrra. Verkið er eftir Jón Gunnar Arnason og hug- myndin er að það verði staðsett á uppfyllingu við Ananaust, vestur af Vesturgötu. Ibúasamtök Vesturbæjar lOára Mánudaginn hinn 4. apríl 1977 var haldinn í Iðnó stofnfundur íbúasam- taka Vesturbæjar. Á fundinum var fjöldi manns, kunnir Vesturbæingar um árabil og yngra fólk sem ekki hafði látið óhagstæð húsnæðislán hindra sig í að setjast að í hverfinu. Tilefni stofnunar íbúasamtaka Vestur- bæjar má segja að hafi verið áhyggjur manna af niðurrifi húsa, spillingu gróð- urs, aukinni umferðarmengun og tak- markaðri aðstöðu barna og unglinga. í stefnuskrá samtakanna kemur þetta glöggtíljós. íbúasamtök Vesturbæjar voru ein þau fyrstu sinnar tegundar í Reykj avík. Áður voru starfandi tvöframfarafélög í nýjum hverfum og íbúasanítök Grjótaþorps höfðu verið stofnuð 1975,til verndar eldri byggð og varðveislu menningarverðmæta íþorpinu. Tillaga lá fyrir stofnfundinum um að íbúasamtök Vesturbæjar helguðu sér svæði það sem er vestan Lækjar og norðan Hringbrautar. Pétur Pétursson var hins vegar þeirrar skoðunar að Bráðræðisholt skyldi vegna aldurs og órofa tengsla við gamla Vesturbæinn telj ast til svæðisins og var það samþykkt. Eftir hressilegar um- ræður og talsverð skoðanaskipti var síðan gengið til stjórnarkjörs. Formaður var ekki kosinn sérstaklega en það kom fljót- lega í hlut Magnúsar Skúlasonar að leiða stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar fyrstu árin. Á þeim 10 árum sem liðin eru síðan við sátum á fundi í gamla Iðnó er óhætt að segja að íbúasamtök Vesturbæjar hafi víða komið við sögu. Pað yrði of langt mál hér að ætla að telja upp allt það sem feng- ist hefur verið við og vel ég því að stikla á stóru, nefna meginviðburði. Ekkert hefði þar áunnist ef ekki hefðu verið margar hendur fúsar til að vinna samtökunum og okkur Vesturbæingum gagn. Hér er ekki unnt að nefna nöfn en á þessum tíma- mótum er þeim öllum þakkað framlag til íbúasamtaka Vesturbæja r. Verkefnin hafa verið margvísleg. Jafn- an hefur verið reynt að ha lda vöku í sam- ræmi við ákvæði stefnuskrárinnar um verndun bygginga, gróðu rs og mannlífs og bera fjölmörg erindi til borgaryfirvalda því vitni. Ekki hefur alltaif náðst árangur sá sem keppt var að en þó hefur vel miðað fram á við og má með sanni segja að eng- inn efist lengur um rétt og tilvist gamla Vesturbæjarins sem íbúðarhverfis. Sífellt fleiri börn í hverfinu og endurbætur húsa eru talandi vitni um það. Ýmsir fundir hafa verið haldnir og stundum í samvinnu við öinnur íbúa- samtök í gamla bænum. Eannig má nefna fundi með borgarfulltrúuim um málefni hverfanna, fund um lóða- og fasteigna- mat, um Landakotstún, um Grjótaþorp, um skólamál, um málefn i. aldraðra í hverf- inu o.fl. Þá má einnig nefna að haldin hafa verið ýmis fróðleg erindi fyrir íbúa hverf- isins um eldri byggingar, viðhald húsa, sögu hverfisins og listamenn hafa og kom- ið fram á samkomum, flu tt tónverk, ljóð, lesið upp og slegið á létta strengi. íbúasamtök Vesturbæ jar hafa tvívegis notið rausnarlegs fjárstyrks frá einum stofnfélaga þeirra, Gísla Sigurbjörnssyni, sem einnig hefur stutt samtökin í því að koma upp bekkj um víðs vegar í hverfinu og að setja handrið við húts þar sem erfitt er fyrir aldraða eða fatlað a að ganga um. Nokkur verkefni hafa t ekið mikinn tíma og sum hver staðið árum saman. Má fyrst nefna heildarkönnun á dagvistun barna í hverfinu undir elle fu ára aldri svo og áliti foreldra á því hvernig þeim málum yrði best fyrir komið. Sam vinna var við Dagvistarsamtökin um kö.nnun þessa sem framkvæmd var 1978. ítarl eg skýrsla kom út vorið 1979 og var send öl lum borgar- stofnunum sem málið varðaði auk þess sem henni var dreift víða. f framhaldi af vinnu þessari stóðu íbúasanntök Vestur- bæjar að stofnun Foreldra- og kennarafé- lags Vesturbæj arskóla, en það var stofnað hinn 14. febrúar 1979. Einnig var haft samband við aðra skóla sem börn úr hverfinusóttu. íbúasamtökin hafa jafnan látið skólamál hverfisins til sín taka og í góðri samvinnu við Foreldra- og kennara- félagið. Nú sést brátt árangur en haustið 1988 verður flutt í nýja skólahúsið sem rís senn á horni Sólvallagötu og Framnesveg- ar. Umferðarmál hafa einnig verið ofar- lega á baugi í starfi samtakanna. Fjöl- margar samþykktir voru gerðar og hinn 15. október 1981 var Vesturgötu lokað fyrir allri umferð síðla dags til þess að vekjaathygliámálinu. Hinn 15. ágúst 1983 náðist mikill árangur er hámarks- hraði var lækkaður í 30 km/klst. Prýðilegt samstarf var við umferðarnefnd Reykja- víkurborgar og starfsmenn um fram- kvæmd þessa. í bréfi sem afhent var öllum sem erindi áttu um hverfið þennan dag segir m.a.: „Eðlilegt er að fyrsta skrefið til að aðlaga umferð grónu borgarhverfi skuli vera í gamla Vesturbænum sem full- byggður var fyrir hálfri öld síðan. Á þeim tíma hafði bifreiðaeign bæjarbúa ekki náð fyrsta þúsundinu.“ Síðan hefur talsvert áunnist í baráttu annarra íbúahverfa fyrir tillitssamari umferð og hljótum við að gleðj ast vegna þess. Ekki var þó bj örninn unninn í gamla Vesturbænum þótt í gildi væri nýr hámarkshraði og hafa tbúa- samtök Vesturbæjar ásamt Foreldra- og kennarafélagi Vesturbæjarskóla áfram átt mikla og yfirleitt góða samvinnu við umferðarnefnd og borgarstarfsmenn um aðgerðir sem tryggja mættu að ökumenn fari að lögum og taki tillit til byggðar og mannlífs. Óhætt er að segja að við höfum náð langt en aðkallandi er að skipuleggja gönguleiðir og hjólaleiðir vegna tveggja nýrra bygginga sem senn verða að veru- leika, þ.e. heilsugæslustöðvarinnará horni Garðastrætis og Vesturgötu og nýja skólans á horni Sólvallagötu og Framnes- vegar. Þessar stofnanir munu laða marga 2 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.