Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 4

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 4
Hjónin Halldóra Hermannsdóttir og Pétur Haraldsson: Búin að versla í þessari 100 ára gömlu búð síðan 1968. Hundraó ára verslun A Vesturgötu 4 er Verslun Björns Krist- jánssonar, venjulega kölluð VBK. Þessi gamalgróna ritfangaverslun verður VESTURBÆR Blað fbúasamtaka Vesturbœjar Ábm: Anna Kristjánsdóttir Að útgáfunni unnu: Sævar Guðbjörnsson Guðjón Friðriksson Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans Prentun: Blaðaprent hundrað ára á næsta ári og mun vera elsta verslun í Reykjavík sem alltaf hefur verið í sama húsnæði. Þar að auki er hún enn í gömlum stíl og þess vegna ákaflega gaman að koma inn í hana. Núverandi eigendur eru hjónin Pétur Haraldsson og Halldóra Hermannsdóttir. Litið var inn til þeirra fyrir skemmstu. - Við keyptum þessa verslun um ára- mótin 1968-69 af afkomendum Björns Kristjánssonar og höfum rekið hana síð- an, segja þau hjón. Húsið var reist árið 1882 af Jóni Steffensen verslunarstjóra en hann drukknaði og giftist ekkjan, Sig- þrúður frá Hóli (Vesturgötu 9) þá Birni Kristjánssyni og stofnaði hann þessa verslun hér 1888. Hann fékk húsið með konunni. - Þið hafið ekki breytt miklu hér inrii? - Nei, við erum annaðhvort svo íhalds- söm eða löt að við höfum ekki breytt miklu. Nú á síðari árum hafa margir hvatt okkur til að halda þessum gamla stfl. - Og það eru hér ýmis gömul áhöld. - Já, margir taka til dæmis eftir pappírs- statífinu og peningakassanum sem hvort tveggja er mjög gamalt. Allar hillur og búðarborðið eru líka gamalt. - Fylgja ekki gamalgrónir viðskiptavinir svona verslun? - Þaö hafa margir ágætir viðskiptavinir fylgt þessari verslun og hún hefur mikið byggst á þeim. En við erum talsvert útúr og höfum orðið að hætta vera með ýmsar vörur af því að þær eru nú á boðstólum í stórmörkuðunum. 4 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.