Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 6

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 6
Húsið nr. 14 við Stýrimannastíg er eitt hið fegursta við götuna með gluggum í júgendstíl og smárúðu- glugga á bíslagsgafli. Margir hafa kveðið upp úr með það síðustu áratugi að Stýrimannastígur væri fegursta gatan í Reykjavík og eitt er víst að yfir henni er Ijúfur þokki og gott samræmi. Fyrir um 20 árum voru þeir Hörður Ágústsson listmálari og Þorsteinn Gunn- arsson arkitekt fengnir til að gera úttekt á gamla bænum í Reykjavík og Stýrimanna- stígur var í tillögum þeirra sú gata sem þeir lögðu einna mesta áherslu á að fengi að haldast í óbreyttri mynd. Húsin við stíginn eru flest reist á árunum 1898-1907, einkum portbyggð timburhús, mörg af norskum uppruna. Þar sem Stýrimanna- stígur og aðrar götur mætast snúa gaflarn- ir að Stýrimannastíg en þess á milli eru það langhliðar húsanna sem vita að göt- unni. Á síðustu öld var það tíska á Vestur- löndum að láta götur veita útsýni til virðu- legra bygginga og var það kallað „point de vue“ götunnar. Stýrimannastígurinn er eitthvert besta dæmið um slíka hugmynd í Reykjavík með Stýrimannskólanngamla gnæfandi fyrir enda hennar uppi í hallan- um. Færi því vel á því að þessi gamli skóli verði gerður að menningar- og félagsmið- stöð fyrir gamla Vesturbæinn þegar nú- verandi hlutverki hans lýkur innan tíðar. Hann á heima í götumyndinni og verður að fá virðulegt og ýe^ðugt hlutverk. Hér í þessari grein et ætlunin að segj a svolítið frá Stýrimannastíg og uppruna hans. Það er fyrst til að taka að Stýri- mannaskóli var stofnaður 1890 af Markúsi Bjarnasyni í gamla Doktorshúsinu sem stóð þarsem nú er Ránargata 13. Það hús var í eigu Markúsar og stóð á hinu gamla Hlíðarhúsatúni sem var allt umhverfis. Stýrimannaskólinn var fljótur að sprengja af sér húsnæðið og aðeins 8 árum eftir stofnun hans var ákveðið af landstjórn- inni að reisa nýtt og glæsilegt húsnæði undir þessa bráðþörfu stofnun í útgerðar- bænum Reykjavík. Það varð úr að Mark- ús seldi spildu úr Hlíðarhúsatúninu undir skólabygginguna og reis hún árið 1898 uppi á túni. Vesturgatan var þá aðalsam- gönguleiðin vestur í bæ og áfram út á Nes. Frá Vesturgötu myndaðist stígur upp að hinni nýju byggingu og auðvitað var hann kallaður Stýrimannastígur því að um hann gengu stýrimannsefnin. Sama árið og Stýrimannaskólinn reis af grunni seldi Markús Bjarnason tvær lóðir af Hlíðarhúsatúni niður við Vesturgötuna og þar risu húsin Vesturgata 35B og 37 og mynduðu eins konar hlið fyrir hinn nýja stíg. Fyrrnefnda húsið reisti Sigurður Þor- ólfsson en lengst af bjó í því Ólafur Jóns- son fiskimatsmaður. Þórbergur Þórðar- son leigði hjá honum á öðrum áratugi ald- arinnar og notaði þá tækifærið og skráði margs konar fróðleik um gömlu Reykja- vík eftir Ólafi. Vesturgötu 37 reisti hins vegar Jón Eyvindsson verslunarmaður en seldi síðar Guðmundi Guðmundssyni út- gerðarmanni húsið. Síðar bjó mjög lengi í því Oddur Oddsson deildarstjóri í Skelj- ungi. Árið 1899 keypti svo ekkjan Louise Zimsen lóð upp við Stýrimannaskóla og reisti þar glæsilegt timburhús sem er fyrsta húsið sem taldist til Stýrimannastígs. Það er númer 15. Þetta er rautt timburhús, portbyggt með útskurði á mæni. Fram að Öldugötunni er kvistur og svalir. Ákaf- lega stór og fagur trjágarður fylgir þessu húsi og í honum er lítið garðhús sem er jafngamalt aðalhúsinu. LouiseZimsen var ekkj a Guðbrands Finnbogasonar faktors við Fischersverslun í Reykjavík og var aldönsk en þó höfðu forfeður hennar komið talsvert við verslunarsögu íslands. Faðir hennar var faktor við Havsteens- verslun í Hafnarstræti í Reykjavík en móðir hennar dóttir Due Havsteen kaup- manns á Hofsósi. Á hennar dögum hafa sjálfsagt verið fín teboð upp á danskan máta í garðinum. Meðan Louise Zimsen átti húsið bjó þar einnig í húsinu bróður- sonurhennar, Knud Zimsen, síðar borg- arstjóri í Reykjavík. Á árunum 1905-1913 bjó í þessu rauða virðulega húsi fyrsti bankastjóri íslandsbanka: Emil Schou, en af honum keypti húsið norskættaði kaup- maðurinnL.H. Múller árið 1916ogbjóí þvítil æviloka. Hann varbrautryðjandi skíðamennsku meðal Reykvíkinga. Beint á móti húsi Louise Zimsen er hvítt portbyggt timburhús með grænu þaki, eitt fegursta húsið við Stýrimanna- stíg. Það er númer 14 og gluggarnir eru í júgendstíl en á á útbyggingu er eftirtektar- verður smárúðugluggi með lituðum glerj- um. Það var byggt árið 1906 af Richard Torfasyni presti og bankabókara í Lands- bankanum og bjó hann þar um langt skeið. Síðarbjuggum.a. íþessuhúsi Jón K.S. Ólafsson kaupmaður og Stefán Páls- sontannlæknir. Stýrimannastígur 12 er steinsteypt hús í þeim stíl sem oft er kenndur við skipstjóra og er áberandi á þessum slóðum í Vestur- bænum. Húsið teiknaði arkitektinn og Vesturbæingurinn Guðmundur Þorláks- Anddyri Ellingsenshúss. 6 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.