Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 7

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 7
son fyrir Kristin Markússon kaupmann í Geysi sem bjó hér til æviloka. Húsið var reist árið 1926 og er með breiðum tröpp- um í herragarðsstíl, júgendgluggum og mansardþaki. Húsið númer 13 stingur nokkuð í stúf við önnur hús götunnar en það er fúnkis- hús frá árinu 1938, teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni. Það var Jón Brynjólfsson leð- urvörukaupmaður í Austurstræti 3 sem byggði þetta hús og bjó í því. Næst komum við að Ellingsenshúsinu númer 10 en það snýr framhlið að Báru- götu. Þetta er eitt af þessum geysistóru timburhúsum sem byggð voru á fyrsta ára- tugi aldarinnar. Það er með útskoti að framan og svölum á þremur hæðum og miklu porti. Það var Othar Ellingsen for- stjóri Slippsins og síðar kaupmaður í Reykjavík sem lét byggja þetta hús árið 1906 og hann og hans fjölskylda bjuggu hérna um árabil. Ellingsen var norskur og má sjáþað í byggingarstílnum. Stýrimannastígur 9, á öðru horni Báru- götu, er stórglæsilegt og vel við haldið timburhús. Bíslag, sem vísar út að Báru- götu, er sérstaklega eftirtektarvert. Að því eru timburtröppur og í dyrum eru tvöföld heil hurð. Á gafli bíslagsins eru tveir gluggar með smárúðum og lituðu gleri. Að húsabaki eru miklar steintröppur. Vestan við steintröppurnar er gluggi á herbergi og þar leigði Þórbergur Þórðar- son frá 1. okt. 1921 til 1. okt. 1932. Hér varð þvíBréftil Láru til ogíþessu húsi hittust þau Margrét í fyrsta sinni. Húsráð- andi var Jón Eyvindsson verslunarmaður, mikill áhugamaður um trjárækt. Frá víði- Eitt glæsilegasta húsið við götuna er nr. 9.1 þessu húsi leigði Þórbergur Þórðarson í 10 ár og hér varð bréf til Láru til. Hvíta húsið næst fyrir neðan er hús Péturs Mikaels skipstjóra. runna í garði hans sem gróðursettur var 1920 eru allir víðirunnar í Vesturbænum. StýrimannastígurS, þarbeint á móti, er fremur Iítið timburhús og ekki eins rík- mannlegt og þau sem hér áður hafa komið við sögu. Það var reist árið 1906 af Árna Hannessyni skipstjóra en um 40 ára skeið bjó í húsinu tengdasonur hans, Ellert Schram skipstjóri og fjölskylda hans, afi þeirra Ellerts ritstjóra, Gunnars laga- prófessors, Hrafnhildar listfræðings, Bryndísar og Magdalenu. Því miður hefur húsið verið „augnstungið". Næst fyrir neðan Schramshús er Stýri- mannastígur 6, eitt af virðulegustu timb- urhúsunum viðgötuna, rautt, portbyggt með skrauti undir mæni og tvöfaldar heilarútidyrígömlum stíl. Það var Steingrímur Guðmundsson trésmiður sem reisti þetta hús 1906 og átti það til 1915 en bjó þó ekki sjálfur í því. Steingrímur var afi Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra. Á fyrstu árum hússins bjuggu í því ekki ómerkari menn en Einar Hjörleifsson Kvaran og Ari Arn- alds tengdasonur hans. Einar var eins og kunnugt er einn aðal frumkvöðull spírit- Garðhús á Stýrimannastíg 15. Elsta húsið við götuna. Það var löngum kallað Múllershús en var reist af Louise Zimsen árið 1899. VESTURBÆR • 7

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.