Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 8

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 8
í nýuppgerðu húsi á Stýrimannastíg 2 hefur lengst af búið fjölskylda Otta Guðmundssonar skipasmiðs. ismans á íslandi og svokallað Tilraunafé- lag hafði aðsetur heima hjá honum hér. Gárungarnir í bænum kölluðu Tilraunafé- lagið Draugafélagið og húsið Andalúsíu. Jón Jóhannsson skipstjóri bjó síðar lengi í þessu húsi. Stýrimannastígur 7 er líka mjög virðu- legt portbyggt timburhús með blómaskála að húsabaki. Það vaT Pétur Mikael Sig- urðsson skipstjóri sem rqisti þetta hús 1906 og bjó hér til æviloka og ekkja hans síðan lengi. Sonur hennar var Markús Kristjánsson tónskáld og bjó hann hér hjá móðursinni. PéturM. Jónassonprófessor við Kaupmannahafnarháskóla er dóttur- sonur Péturs Mikaels skipstjóra. Stýrimannastígur 5 er timburhús á háum kjallara, reist af Guðrúnu Jóhann- esdóttur ekkju árið 1907. Hún bjó hér lengi ásamt syni sínum, Jóhannesi Lofts- synibókhaldara. Konahansvar Bjarnveig Bjarnadóttir, síðar forstöðu- maður Ásgrímssafns, og býr hún enn í húsinu. Á horninu á Ránargötu, vestan megin, erStýrimannastígur4, pínulítið timbur- hús sem er af allt annarri gerð en flest önnur timburhús við þessa þokkafullu götu. Og þetta hús er kannski einmitt skemmtilegt og hrífandi fyrir það hvað það er pínulítið. Að vísu hefur það verið „augnstungið" sem er til lýta. Þetta hús er reist hér 1921 af Jens Jónssyni trésmið sem bjó hér lengi og síðar ekkja hans og börn. Þá eru tvö hús eftir. Á Stýrimannastíg 3 er stórt tvílyft steinsteypuhús sem er svo- lítill stílbrjótur við götuna. Þetta hús er byggt á árunum 1917-1918 af Magnúsi Guðmundssyni skipasmíðameistara sem var brautryðjandi í skipasmíðum í Vestur- bænum. Sonur hans er Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. Fjölmargir hafa búið í þessu húsi og má nefna Guttorm Andrés- son húsameistara og Sigurð Arnalds rit- stjóra, föður Ragnars alþingismanns og þeirrabræðra. Á Stýrimannastíg 2 er tvílyft timburhús sem nýlega hefur verið gert upp á mjög smekklegan hátt og er það komið í þann búning sem vel hæfir götunni. Húsið var reist 1902 af Gísla Helgasyni verslunar- manni, föður Vals leikara. í þessu húsi bjó allt frá árinu 1910 Otti Guðmundsson Virðuleg aðkoma að húsi Kristins í Geysiánr. 12. skipasmiður og fjölskylda hans og enn eru afkomendur hans í húsinu. Þess skal að lokum getið að Stýri- mannaskólinn, sem varð til þess að stígur- inn myndaðist, var í stríðslok fluttur í nýtt húsnæði á Rauðarárholti og var þá Gagn- í ræðaskóli Reykvíkinga fluttur í þetta gamla hús en hann fékk síðar nafnið Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Um miðj- an sjötta áratuginn flutti svo gagnfræða- skólinn á Hringbrautina en í staðinn var stofnaður Vesturbæjarskólinn hér sem bráðlega fær nýtt húsnæði. 8 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.