Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 10

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 10
Listamaður í hlöðu við Bakkastíg Heimsókn til Magnúsar Tómassonar myndlistarmanns Vestast í Vesturbænum þjóta bílarnir áfram með hvin og raða sér síðan upp á gangstéttir, inn á lóðir og hvar sem við verður komið. Frá höfninni heyrast há og hvellandi hljóð frá skipa- smíðastöðvum og vélsmiðjum. Allt vitnar um iðandi athafnalíf og mannlíf. En í öllum þessum ys og þys má líka finna ilminn af fortíð borgarinnar: gömul bárujárnshús, baldursbrárog rabbarbari, færishankir á gafli, grjót- garður og jafnvel torf á þekju. Skammt þar frá sem séra Bjarni Jóns- son fæddist í litlum torfbæ býr listamaður- inn Magnús Tómasson í gamalli hlöðu sem hann hefur gert upp og bætt við. Þetta er við Bakkastíg og húsið hans og lóðin er eins og vin úr íö^gu liðinni tíð. Við heimsækjum listamanpinn og hann býður upp á kaffi og súkkulaðk Kona hans, Jó- hanna Ólafsdóttir ljósmyndari, kemur sem snöggvast heim en er svo rokin út aftur. Meðan ég bíð eftir að kaffið lagist horfi ég beint í græna þekju fyrir utan eldhúsgluggann, óvenjuleg sjón í Reykja- vík. - Hvernig komstu yfir þessi hús Magn- ús? - Aðalhúsið var upphaflega hlaða sem tilheyrði blikksmiðunum Bjarna og Kristni Péturssonum á Vesturgötu 46. Fyrir enda hlöðunnar var fjós og hluti af þessu húsi var notað sem hesthús alveg fram undir 1960. Ennfremur er bílskúr vestur af hlöðunni. Svo var það að bæjar- yfirvöld ákváðu að lengja Nýlendugötu og þá þurfti að taka lóð af Ingileifarhúsi á Bakkastíg 4 eignarnámi. Til að bæta eig- endum það upp fengu þeir í staðinn þessa lóð hérna. Húsin voru hins vegar áfram eign Bjarna blikk og Kristins. Sverrir bróðir minn keypti Ingileifarhús á sínum tíma og þá fékk ég augastað á þessum skúrum sem vinnustofu og blikksmiðirnir gáfu mér þá með glöðu geði. Þetta var í raun og veru allt ónýtt og allir héldu að ég væri geggjaður. 10 • VESTURBÆR - Pú hefur þurft að byggja allt upp? - Já, ég endurbyggði þetta algerlega og varð meira að segja að grafa fyrir sökklum með eigin höndum. Fyrst í stað var ég frekar óöruggur gagnvart bæjaryfirvöld- um, vissi ekki hvað ég mátti og hvað ekki, en þetta hefur síðan allt verið teiknað upp og samþykkt. Það er orðið lítið eftir af upprunalega húsinu. - Tvennt er sérstakt hérna hjá þér, ann- ars vegar grjótgarðarnir við hútsið ög hins vegar torf á þekju á útihúsi. - Grjótið í garðinum er að hluta til tekið upp úr gömlu hlandforinni og að hluta til úr fjörunni. Ég fékk góða hjálp við að hlaða hann frá nágranna mínum, Þorleifi Friðrikssyni prentara. Þegar ég var nýbú- inn að hlaða grjótgarðinn komu hingað tveir gamlir menn og mundu eftir hverjum steini í honum. Það hafði nefnilega verið grjótgarður á nákvæmlega sama stað áður en það hafði ég ekki hugmynd um þegar ég hlóð garðinn. Útihúsið er hins vegar gamall kindakofi sem ég endurbyggði og setti gras á þakið. Ég er alltaf öðru hvoru að fá athugasemdir frá arkitektum um að þakið sé of bratt til að grasið geti þrifist á því. Það stendur í einhverri bók en það sem bjargar málunum er að grasið kann ekki að lesa og hefur því ekki kynnst þess- ari teóríu. - Eru einhverjir kostir fylgjandi því að hafa torf á þaki? - Ég setti það nú eiginlega á þakið af fagurfræðilegum ástæðum. En það er ör- ugglega mjög hljóðeinangrandi og ein- angrandi. Það verður bara að ganga vel frá undirlaginu. - Pað er orðið býsna sundurleitt um- hverfi hérna í kringum þig. ) í

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.