Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 11

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 11
Ford, módel 1931, í endursmíðun. - Já, stóra slysið er blokkin fyrir ofan. Bæði er hún foráttuljót og svo stingur hún algerlega í stúf við umhverfið. Þetta er eitt af þessum svokölluðu slysum í umhverf- inu. Fyrir neðan er mikil atvinnustarfsemi og það er bara manneskjulegt að hafa hana, hún skapar líf í hverfinu. Hérna upp stíginn koma fiskvinnslustúlkur og eru að fara í sjoppu upp á Vesturgötu eða verka- menn úr Slippnum. Fólkið í hverfinu þekkist og spjallar saman. Petta er ekki ólíkt því sem maður gæti ímyndað sér að væri í þorpi úti á landi. Stundum er tölu- vert ónæði af höfninni til dæmis þegar verið er að sandblása skip, ryðberja eða smíða stórt stykki í Stálsmiðj unni. Annars er höfnin skemmtilegur og „piktorískur" staður þó að skipunum hafi farið aftur. Þau eru ekki eins „malerísk“ og áður. - Mér skilst að þú komir við sögu í sambandi við byggingu nýja barnaskólans á Framnesvellinum. - Já, Ingimundur Sveinsson er arkitekt nýja skólans og hann spurði mig hvort ég væri til í að gera innanhússkreytingu. En ég hef öðrum þræði unnið í skúlptúr og umhverfismál hafa alltaf heillað mig svo að niðurstaðan varð sú að ég sæi um list- skreytingu bæði utanhúss og innan svo að allir íbúar hverfisins nytu góðs af. Ég tók því að mér að hanna lóðina í samvinnu við Ingimund og við höfum fengið góðar undirtektir hjá byggingaryfirvöldum og skólaskrifstofunni. Ég kem að öllum lík- indum til með að gera tvo bronsskúlptúra á lóðinni sem eiga að standa á stórgrýti. Við höfum látið flytja um 30 björg á lóð- ina og eiga þau bæði að vera á leiksvæði barnanna og í undirstöðum skúlptúranna. Grjótið kemur úr grunninum á horni Vesturgötu og Garðastrætis. En í fram- haldi af þessu hefur yfirvöldum fundist nóg um og ekki er víst að verði af innan- hússskreytingunni. - Er þetto ekkifrekar óvenjulegt fram- tak? -Það má geta þess að skólalóðin er í það minnsta þannig að við lögðum áherslu á að bera þeim mun meira í hana með auknum tilkostnaði og íburði. - Flvenœr á skólinn að verða tilbúinn? - Mér skilst að byggingin sjálf eigi að komast í gagnið á næsta ári og reikna með - ef allt gengur að óskum - að farið verði í lóðina 1988 eða 1989. - En hefurðu vinnustofu hér eins og upphaflega var œtlað? -Nei, við Jóhanna bjuggum í smá kjall- araholu í Norðurmýrinni og þegar þetta var rétt fokhelt kom undir barn svo að við tókum húsið til íbúðar. Það fer líka ekki vel saman að vera með vinnustofu heima Svona leit hlaðan út skömmu eftir að Magnús tók við henni. Og hér er Magnús á sama stað í sömu hlöðu - 15 árum seinna. þegar maður býr svona miðsvæðis. Það verður óþægilega gestkvæmt. Ég er með vinnustofu í gamla SÚM-salnum en nú á að fara að rífa hann því að Alþýðubank- inn þarf að byggj a. Svo virðist sem hver ný tölva í banka útheimti tíu nýja starfs- menn. Þetta er alveg öfugt við það sem maður hélt að yrði. - Ég hefheyrt að þú hafir verið að reyna að fá skemmu hér í Vesturbænum fyrir vinnustofu. - Já, við Steinunn Þórarinsdóttir mynd- höggvari reyndum að fá gömlu BÚR- skemmurnar vestur við Hringbraut keyptar en það er ekki stemmning fyrir því hjá borginni. Við vorum sannfærð um að hægt væri að leyfa þessum gömlu skemmum að standa en fá samt fulla nýt- ingu út úr svæðinu en þeir voru ekki sam- mála. Við vildum hafa þarna eins konar menningarsetur fyrir Vesturbæinn. - Að lokum, Magnús. Pú ert með eld- gamlan sundurtekinn bíl í bílskúr hjá þér. Ekki ætlarþú að nota hann ískúlptúrinn? -Nei, þetta er Ford, árgerð 1931, svo- kallaðAA-módel, semég keypti í Kaup- mannahöfn á sínum tíma. Hann leit þá þokkalega út og var gangfær en það var komið ansi mikið ryð í hann og grindin ónýt svo að ég ákvað að taka hann allan í sundur og smíða ný stykki þar sem þau voru léleg eða ónýt. Ég hef orðið að endursmíða allt tréverkið. Vélin er hins vegar góð og til muna fljótlegra að gera hana upp. - Hefurðu ánœgju af þessu? - Ég veit ekki hvort ég hef ánægju af verkinu sjálfu, ég gríp bara í þetta svona af og til. Það er svo margt annað sem ég viidi endursmíða. Þetta er meira í ætt við þráhyggju. Að svo mæltu stöndum við upp og göngum út í góða veðrið. Magnús sýnir viðbót sem hann er að smíða við húsið og kemur til með að stækka það verulega. Magnús er ekki bara frumlegur listamað- ur, hann er þúsundþjalasmiður. VESTURBÆR • 11

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.