Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 12

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 12
Ljóö eftir Sigríði Ástu Árnadóttur sem út- skrifaðist úr 6. bekk Vesturbæjarskóla vorið 1987. Á leikvell- inum Bömin á vellinum abpa og öskra öllum fullorðnum fer að-blöskra. Hávaðinn sá! Og hrópin og köllin berast yfir völlinn. Kona, sem sefur í húsi þar hjá, hrekkur upp af værum svefni, heitir því að hún sín hefni, grípur sóp og þýtur út. Veslings börnin hrökkva í kút. En þegar hún reiðir sópinn á loft rifjast ýmislegt upp fyrir henni lítil hún lék sér með snæri og brenni. Þarna á vellinum lék hún sér oft. Þá var hávaðinn ekki minni, og fólkið sem stundum svaf þá inni kom oft út og skammaði þau: Hvað eruð þið nú að gera? Finnið nú annan stað að vera og öskra og arga. Það er meira hvað nútíma börnin garga! En enginn annar staður var, og þau voru þess vegna áfram þar. Minningarnar sækja að. Loks snýst hún á hæli og hleypur heim í sitt mjúka bæli, en fyrst inn á bað og treður bómull í eyru og upp í munninn sitthverju fleiru. Að hún skyldi ekki fatta þetta fyrr. 12 • VESTURBÆR

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.